Fara í efni

Hrá Matcha ostakaka – súper góð og gaman að bjóða uppá

Þessi dásamlega hrá Matcha ostakaka er glúteinlaus, í henni eru engar mjólkurvörur né unnin sykur.
Hrá Matcha ostakaka – súper góð og gaman að bjóða uppá

Þessi dásamlega hrá Matcha ostakaka er glúteinlaus, í henni eru engar mjólkurvörur né unnin sykur.

Uppskrift er fyrir 12-16.

Hráefni:

1 bolli af hrá möndlum (raw)

1 bolli af kókóshnetu kurli

6 þurrkaðar döðlur, láta liggja í vatni í 10 mínútur

¾ bolli af kókóshnetu rjóma (cream)

½ bolli af raw hunangi

1 ½ bolli af hrá kasjúhnetum, látið liggja í bleyti í 2 klukkutíma og þá skal vatnið láta renna af þeim

½ bolli af virgin kókósolíu – í vökvaformi

1 msk af Matcha (green tea) dufti

Leiðbeiningar:

Takið fram matarvinnsluvélina og notið S blaðið, vinnið saman möndlur og kókóshnetuna þar til þetta er orðið eins og brauðmynsla.

Bætið nú saman við döðlum og vinnið þær vel saman við blönduna.

Ef þér finnst blandan ekki ná að festast nógu vel saman þá má bæta við hana 1-2 tsk af vatni og hræra betur en þessi blanda á að vera frekar klístruð.

Takið nú form og pressið blöndunni vel ofan í það. Notast skal við bakið á skeið, sléttið svo blönduna þar til allt er fallegt og jafnt.

Takið nú blandarann fram og setjið í hann kókósrjómann, hunangið, kasjúhnetur og kókósolíuna og látið blandast þar til allt er silki mjúkt.

Nú skal bæta saman við matcha duftinu og blanda því vel saman við.

Setjið blöndu í formið, hyljið form og setjið í frysti í a.m.k tvær klukkustundir.

Takið út úr frysti 15-20 mínútum áður en bera á fram.

Njótið vel!