Heilsugúrúinn David Wolfe er væntanlegur til landsins

Íslandsvinurinn David Wolfe kemur til Íslands í júní til þess að njóta sumarsólstaða á Íslandi og halda námskeið á Gló 21. júní.

Hann kemur vonandi með sólina frá Kaliforníu og gefur okkur innblástur fyrir sumarið með ástríðu sinni fyrir heilsu! Hann verður með fjögurra tíma fyrirlestur og kennslu í að búa til gómsæta heilsudrykki og hristinga fyrir sumarið.

 

David Wolfe er með meistaragráðu í næringarfræði, og bakgrunn í vísindum og verkfræði. Hann er annar stofnenda vefsíðunnar thebestdayever.com,  sem hefur með því að hvetja fólk til að eiga ávallt sinn besta dag, snert hug og hjörtu þúsunda um allan heim.

Með sinni jarðbundnu nálgun sýnir hann að ekkert vandamál er án lausnar, og tækifærin til að velja réttan lífstíl og taka ábyrgð á heilsu okkar eru alltaf til staðar!

Ekki missa af þessu glóandi tækifæri!

Námskeið er þann 21 júni 16-21 í Gló Fákafeni 11 kostar 6500 kr

Skráning og meiri upplýsingar á: http://www.glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar 

 


Athugasemdir

Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré