Fara í efni

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa aðferð

Ef þið eruð vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til að segja skilið við þá sóðalegu aðferð.
Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa aðferð

Ef þið eruð vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til að segja skilið við þá sóðalegu aðferð.

Það eru nefnilega til fleiri leiðir til að matreiða þessa dásemd. Og ein er sú að baka það.

Þetta er svo einfalt

Settu álpappír í botninn á ofnplötu og settu ofngrind yfir. Raðaðu svo beikoninu ofan á grindina. Með því að gera þetta svona þarftu ekki að þerra olíuna af beikoninu í eldhúspappír áður en þú berð það fram því hún lekur á álpappírinn.

Því næst skellir þú þessu í kaldan ofninn og stillir hann á 200 gráður. Beikonið byrjar að eldast á meðan ofninn hitar sig og þegar hann nær tilætluðu hitastigi er beikonið fljótt að eldast og verða stökkt. Þetta tekur um 15-20 mínútur, en fer eftir því hvernig þú vilt hafa beikonið þitt.

Þegar beikonið er tilbúið . . . LESA MEIRA