Fara í efni

Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu

Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlaukssósu

Í matarboði fjölskyldunnar um daginn grillaði ég þorsk sem sló heldur betur í gegn hjá fjölskyldumeðlimum. Ég varð því að deila uppskriftinni með ykkur!

Hann er ótrúlega einfaldur og tekur ekki nema 10 mínútur að undirbúa og síðan er honum skellt á grillið.  

Ég bar hann fram með grilluðum kúrbítssneiðum, fersku granateplasalsa og hvítlauks-grillsósu sem er algjrölega ómótstæðileg með hvaða grill mat sem er í raun!

Á meðan fiskurinn er á grillinu er upplagt að útbúa stórt salat fyrir alla til að hafa með. Sætar kartöflur geta einnig verið gott meðlæti. 

DSC_5194small 2

Salsað er afar ferskt og notaði ég kirsuberjatómata og granatepli. Fyrir þá sem vilja spara tíma er hægt að kaupa granateplakjarna í Costo í stað þess að opna granateplið sjálf. 

DSC_5196small 2

 Þessi hvítlauksósa er nú eitthvað og finnst mér ómissandi að hafa með fiskinum og passar flestum grillmat! Þessi verður notað meira í sumar get ég sagt.

DSC_5168small 2

 Marineringin sem ég notaði á þorskinn er vel hægt að nota með öðrum fisk eins og bleikju eða lax í stað ef þess er óskað. 

DSC_5191small 2

Grillaður þorskur með granateplasalsa og hvítlauksósu

1 kúrbítur, skorinn langsum

salt og pipar

olía

1 þorskflak (c.a 600 gr)

Marinering á fiskinn

handfylli fersk steinselja

steinseljukrydd

smá lauk duft

örlítið ferskt chilli (einnig má nota chilli krydd)

salt og pipar eftir smekk

1-2 msk ólífuolía (fer eftir stærð á fiski)

Granateplasalsa

1 bolli ferskir kirsuberjatómatar

½ bolli granatepli

¼ rauðlaukur, fínt saxaður

½ lime, kreist

handfylli fersk ssteinselja (c.a ¼ bolli)

Einföld hvítlauks-grillsósa

4 msk vegan majónes

1 msk sítrónusafi

handfylli ferskur vorlaukur eða graslaukur, smátt saxaður

1 tsk hlynsíróp eða hunang (einnig má nota steviu)

1 hvítlauksrif, pressað, eða hvítlauksduft

8 klípur svartur pipar (eða meira eftir smekk)

salt eftir smekk

1. Hitið grillið.

2. Skerið kúrbít langsum með ostaskera og raðið á disk. Kúrbíturinn ætti að vera hæfilega þykkur enda ef hann er of þunnur er erfiðara að grilla hann.  Penslið kúrbítinn og kryddið með salti og pipar.

3. Útbúið næst marineringu fyrir fiskinn með því að hræra öllu saman í skál. Leggið þorskflakið á grillbakka eða á álpappír og penslið fiskinn með kryddolíunni.

4. Nú má grilla fiskinn og kúrbítsneiðarnar. Raðið kúrbítsneiðum á grillið, þær taka c.a 2 mín á hvorri hlið en fer eftir hitastigi á grilli. Grillið fiskin í 10-15 mín eða þar til hann er eldaður í gegn.

5. Á meðan má undirbúa granateplasalsa. Opnið granatepli og fjarlægið kjarnana til að nota í salsað. Skerið kirsuberjatómata gróflega, saxið rauðlaukinn og steinseljuna og sameinið í skál. Kreistið lime safa yfir og kryddið með chilli, salt og pipar eftir smekk.

6. Setjið þá hráefni hvítlauks grillsósunar í skál og hrærið saman með gafli.

7. Berið fram með fersku salati og njótið.

Hollusta ætti alls ekki að vera tímafrek eða flókin og vona ég að þessi réttur gefi þér innblástur að hafa það hollt í sumar! 

Síðustu daga hafa þó nokkrir sem eru skráð hjá mér í Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu mínu sent mér árangur sinn og upplifun sem mig datt í hug að deila með þér (aldrei að vita nema þú viljir slá til og vera með fyrir frískari og orkumeiri líðan í sumar!)

Nú er ég búin að vera à þessu fæði í viku. Er búin að missa 2.5 kg. Takk fyrir mig. 

- Bryndís Þórarinsdóttir

Nammi nammi namm..😍 sjúklega góðar uppskriftir....

- Guðbjörg Sigríður Kristjánsdóttir

Bleiki drykkurinn í morgunmat 24 dagar liðnir. Ég finn fyrir meiri orku - sykurlöngun fer minnkandi. Gleðilegt sumar 🌻

- Hildur Eiríksdóttir

Námskeiðið felur í sér 30 daga matseðil (og helling af auka uppskriftum!) og skipulagið sem þarf til að koma sér af stað með lífsstíl sem endist. Skráningu í námskeiðið lýkur bráðlega svo ekki hika við kynna þér það betur

Smelltu HÉR til að kynna þér námskeiðið, fá uppskrift af drykknum sem vinnur á sykurlöngun og nákvæmu byrjendaskrefin til að hefja breyttan lífsstíl!

Heilsa og hamingja,

jmsignature