Fara í efni

Geggjað brauð með sítrónu og birkifræjum OG það er vegan og glútenlaust

Alveg frábær uppskrift af afar góðu brauði sem líka má gera bollakökur úr.
Geggjað brauð með sítrónu og birkifræjum OG það er vegan og glútenlaust

Alveg frábær uppskrift af afar góðu brauði sem líka má gera úr bollakökur.

Paleo, vegan og glútenlaust.

Uppskrift gefur 2 lítil brauð eða 10 litlar bollakökur.

 

 

 

 

Hráefni:

¼ bolli af kókóshveiti

¼ tsk af Himalayan bleiku salti

¼ Matarsódi (baking soda)

¼ bolli af kókóshnetuolíu – ásamt auka fyrir formin

¼ bolli af maple sýrópi eða öðru sætuefni

3 msk af psyllium husk – 6 msk af vatni

1 sítróna – nota kjöt og safa (hreinsa alla steina burtu)

1 msk af birkifræjum

Leiðbeiningar:

Byrjið á að forhita ofninn í 220 gráður. Undirbúið formin, hvort sem það eru tvö lítil til að gera brauð eða bollaköku form – ekki þessi úr bréfinu.

Blandið nú saman kókóshveiti, salti og matarsóda í litla skál.

Í meðal stóra skál skal setja 3 msk af psyllium husk og vatnið. Hrærið þetta saman. Bætið svo saman við kókóshnetuolíunni, sýrópinu og sítrónusafa og kjöti.

Hrærið nú þurrefnunum saman við blautu blönduna. Bætið svo birkifræjum saman við.

Setjið deig í formin.

Bakið á 220 gráðum í 18 til 20 mínútur – fylgjist samt vel með.

Brauð er tilbúið þegar prjónninn kemur hreinn úr brauðinu eftir ástungu.

Njótið vel!