Fara í efni

Gamaldags jógúrt muffins með súkkulaði - uppskrift frá Eldhúsperlum

Geggjað góðar jógúrt muffins frá Elshúsperlum.
Gamaldags jógúrt muffins með súkkulaði - uppskrift frá Eldhúsperlum

Það er alveg gráupplagt að baka þessar fyrir ferðalög þar sem þær geymast vel, pakkast vel og þægilegt að grípa í fyrir litla svanga munna sem kunna vel að meta einfalt og gott bakkelsi. 

Gamaldags jógúrt muffins með súkkulaði (gerir um 24 muffins):

  • 3 egg
  • 3 dl púðursykur
  • 2 tsk vanilluextract
  • 2,5 dl karamellujógúrt (líka hægt að nota hreina- eða t.d.kaffijógúrt)
  • 200 gr brætt smjör
  • 6 dl hveiti eða fínmalað spelt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 200 gr saxað suðusúkkulaði

Aðferð: Hitið ofn í 160 gráður með blæstri. Þeytið egg, sykur og vanillu þar til ljóst og létt. Hellið bræddu smjörinu rólega saman við ásamt jógúrtinu. Setjið svo hveitið saman við og hrærið þar til það er rétt svo komið saman við. Bætið söxuðu súkkulaðinu út í og hrærið varlega með sleikju þar til allt er komið saman. Setjið deigið í pappírsklædd álmuffinsform og bakið í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í gegn.

Uppskrift af síðu eldhusperlur.com