Fara í efni

Fróðleiksmoli frá Hjartalíf: Gáttatif

Margir þekkja hjartsláttaróreglu eða ónot og sumir lifa með slíkum ónotum í mörg ár.
Fróðleiksmoli frá Hjartalíf: Gáttatif

Margir þekkja hjartsláttaróreglu eða ónot og sumir lifa með slíkum ónotum í mörg ár. Stundum er um að ræða aukaslög sem eru yfirleitt saklaus á meðan aðrar hjartsláttartruflanir geta verið afar hvimleiðar og sumar þeirra jafnvel verið lífshættulegar.

Gáttatif (atrial fibrillation) er mjög algeng hjartsláttartruflun og talið er að aukning verði á tilfellum gáttatifs í framtíðinni og því er ekki úr vegi að fræðast nánar um þetta fyrirbæri. Í stuttu máli lýsir gáttatif sér þannig að mjög tilviljanakennd rafboð fara þá um gáttir hjartans og keppa um leiðni gegnum AV-hnútinn. Þetta veldur því að hjartsláttur verður mjög óreglulegur og oftast hraður.

Rafkerfi hjartans

 

Hjartað er vöðvi sem dælir blóði um líkamann og sér líkamanum fyrir súrefni og næringu. Hjartað skiptist í fjögur hólf: hægri og vinstri gáttir (atria) og slegla (ventricles). Í hjartavöðvanum eru frumur sem flytja rafboð og við það verður samdráttur í hjartanu sem framkallar hjartsláttur. Efst í hægri gátt hjartans er samansafn af sérhæfðum frumum sem kallast sínus hnútur og stjórnar hann tíðni rafboða sem fara um hjartað. Rafboð berast fyrst um gáttirnar tvær, sem dragast saman og dæla blóðinu niður í sleglana. Boðin halda síðan áfram um rafkerfi hjartans um torleiðnihnútinn (AV hnútur) yfir til sleglanna sem dragast saman og dæla blóði út til líkamans og mynda púls. Hefðbundinn hvíldarpúls er um 60-80 slög á mínútu. Þegar upptök rafboðanna og leiðnin um leiðslukerfið er eins og lýst er hér að framan er hjartsláttur reglulegur (sínus taktur).

Gáttatif

Í gáttatifi hefjast rafboð ekki í sínus hnútnum, heldur berast tíð, óregluleg rafboð frá mismunandi stöðum í gáttinni. Aðeins hluti boðanna frá gáttunum berast yfir til slegla og framkalla samdrátt og því verður púlsinn óreglulegur og dælugeta hjartans skerðist . Gáttatifið sjálft er ekki hættulegt en getur valdið alvarlegum fylgikvillum. Gáttatif veldur því að sleglar hjartans slá of hratt og til lengri tíma getur það hugsanlega veikt hjartavöðvann. Við skerta dælugetu hjartans er hætta á myndun blóðsega í efri hólfum hjartans. Áhætta á blóðsegamyndun er breytileg eftir sjúklingum. Gert er mat á áhættunni hjá hverjum og einum og þá er stuðst við sérstök skilmerki. Blóðsegar sem myndast í hjartanu við gáttatif geta losnað og valdið heilaáfalli sem er alvarlegasti fylgikvilli gáttatifs. Gáttatif getur ýmist komið í köstum eða verið viðvarandi.

Gáttatif í köstum

Talað er um gáttatif í köstum þegar hjartsláttaróreglan kemur og fer. Gáttatifið hættir þá innan klukkustunda, daga eða vikna með eða án meðferðar. Það fer svo eftir tíðni, lengd og áhrifum kastanna á daglegt líf einstaklingsins hvort þörf er á meðferð og þá hvaða meðferð. Eftir því sem köstin standa lengur aukast líkurnar á að gáttatifið verði langvinnt.

Langvinnt gáttatif

Talað er um langvinnt gáttatif þegar hjartsláttaróreglan hefur varað í sex mánuði eða lengur og meðferð til að koma hjartanu aftur í réttan takt hefur ekki borið árangur. Langvinnt gáttatif krefst iðulega meðferðar til að draga úr hættu á fylgikvillum.Helstu orsakir og áhættuþættir gáttatifs

  • Hjartasjúkdómar: kransæðasjúkdómur, háþrýstingur, hjartabilun,hjartalokusjúkdómar, sjúkdómar í hjartavöðva, eftirköst kransæðahjáveituaðgerðar
  • Sykursýki
  • Langvinnir lungnasjúkdómar
  • kæfisvefn
  • Skjaldkirtilssjúkdómar
  • Alvarleg veikindi eða sýkingar
  • Ættarsaga/erfðir
  • Offita
  • Aldur yfir 60 ára eykur líkurnar

Í sumum tilvikum tengja einstaklingar ákveðnar venjur eða aðstæður við gáttatifsköst, til dæmis mikla streitu, neyslu koffeindrykkja, annarra örvandi efna og neyslu áfengis eða vímuefna.

Helstu einkenni

Þeir sem fá gáttatif fá oftast önnur einkenni líka en þó geta sumir verið einkennalitlir eða einkennalausir. Helstu einkenni eru:

  • Þreyta, úthaldsleysi
  • Hraður óreglulegur hjartsláttur
  • Hjartsláttaróþægindi
  • Andnauð, mæði
  • Brjóstverkir, þyngsli fyrir brjósti
  • Svimi, jafnvel yfirlið
  • Sviti, ógleði

Viðbrögð við einkennum

Þeim sem finna fyrir einkennum gáttatifs er . . . LESA MEIRA