Fara í efni

Fjölskylduheilsa

Heilsa fjölskyldunnar er okkur öllum mikilvæg. Við þurfum að leggja áherslu á að allir í fjölskyldunni séu að sinna sínum þörfum á sem bestan hátt.
Fjölskylduheilsa

Heilsa fjölskyldunnar er okkur öllum mikilvæg. Við þurfum að leggja áherslu á að allir í fjölskyldunni séu að sinna sínum þörfum á sem bestan hátt.

Þarfir okkar eru mismunandi á mismunandi aldursskeiðum og þau heilsufarsvandamál sem við stórfjölskyldan stöndum frammi fyrir eru ólík.

Heilsufar íslenskra fjölskyldna er að sumu leiti gott en á sumum sviðum gætum við staðið okkur mun betur. Íslendingar hafa verið með langlífustu þjóðum í heimi sem meðal annars er talið vera vegna þjóðareinkenna, góðrar menntunar, lífshátta og góðs aðgengis að heilbrigðisþjónustu.

Nú eru breyttar forsendur til að spá fyrir um hver verður meðalaldur okkar kynslóðar og afkomenda okkar.  Nú eru vísbendingar um að börn í dag komi ekki til með að lifa foreldra sína vegna aukinnar hættu á áunnum sjúkdómum. Þjóðin er komin ótrúlega ofarlega á lista yfir þyngstu þjóðir heims eða þegar talað er um hækkandi hlutfall of þungra og of feitra íbúa með alvarlegum afleiðingum fyrir heilsufar og þjóðarbúið. Þessar breytingar á líkamsþunga koma í kjölfar breytinga á lífsháttum með meiri kyrrsetu, stærri matarskömmtum og breytinga á fæðutegundum auk annarra áhrifaþátta. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt og ritað um þessa staðreynd sem vaxandi vandamál undanfarin 30 ár hefur meðalþyngdin haldið áfram að aukast hjá flestum aldurshópum samfélagsins. Við hvetjum þig til að skoða eigin lifnaðarhætti og nota til dæmis þetta einfalda skráningarblað á heil.is til að telja hve marga daga vikunnar þú nærð þrem megin heilsumarkmiðunum (hreyfing, næring og svefn).

Hvernig líður þér og fjölskyldumeðlimum á heimilinu?

Þetta er stór spurning sem hver og einn þarf að gefa sér góðan tíma til að hugsa um og svara. Þú hefur ákveðið val og það er í þínu valdi hvort þú velur heilsusamlegar lífsvenjur fyrir þig og börnin. Foreldrar eru fyrirmynd barna sinna. Daglegar venjur hafa áhrif á framtíðarheilsu og þær venjur sem börnin alast upp við er oftast viðhaldið til fullorðinsára. Niðurstöður rannsókna sýna að áhrifaþættir daglegs lífs á heilsufar í dag geta spáð fyrir um hvernig heilsa þín og barna þinna verður þegar til lengri tíma er litið. 

Það má sjá ýmsa áhrifaþætti á heilsufar ef smellt er á valmöguleikana hér til vinstri miðað við kyn og aldurshópa fjölskyldumeðlima.

Af vef heil.is