Fara í efni

Fimm geggjaðar pizzur sem henta fullkomlega íslensku sumri

Hvað er betra en að gæða sér á gjeggjuðum pizzum undir berum himni, með tár í glasi og umkringdur vinum og fjölskyldu? Hérna koma fimm stórkostlegar pizzusamsetningar sem hentar fullkomlega íslensku sumri, íslenskri sól og ítölskum vínum.
Fimm geggjaðar pizzur sem henta fullkomlega íslensku sumri

Hvað er betra en að gæða sér á geggjuðum pizzum undir berum himni, með tár í glasi og umkringdur vinum og fjölskyldu?

 

Hérna koma fimm stórkostlegar pizzusamsetningar frá Minitalia.is sem hentar fullkomlega íslensku sumri, íslenskri sól og ítölskum vínum.

 



1. Pizza með bresaola, rucola og parmesan
Pizza með bresaola, rucola og parmesan er pizza þar sem dúndur álegg fá að njóta sín til hins ítrasta, þ.e. bresaola, klettasalat og parmesan.Frábær pizza þar sem áleggin njóta sín fullkomlega. Fara á uppskrift

 
2. Pizza alla boscaiola
Pizza alla boscaiola er dásamleg pizza sem kennd er við boscaiola en það má treysta því að í öllum ítölskum réttum kenndum við boscaiola eru til staðar sveppir í einhverri mynd. Sveppir og skinka leika aðalhlutverkin á þessari pizzu ásamt því að sletta af rjóma gerir hana að ógleymanlegri upplifun. Fara á uppskrift
 
 
3. Pizza með geitaosti og spínati
Pizza með spínati, geitaosti og döðlum ásamt ristuðum furuhnetum er virkilega dásamleg samsetning á pizzu. Þessi pizza getur hreinlega ekki klikkað þar sem hvert áleggið er öðru betra og eiginlega algjört klúður ef þessi pizza slær ekki í gegn. Frábær pizza. Fara á uppskrift
 
 
4. Pizza með hráskinku, rucola og parmesan
Það er eins og áleggin á þessari pizzu séu bæði gerð fyrir hvert annað og virkilega bæti hvert annað sem gerir það að verkum að þessi pizza er einfaldlega frábær. Fara á uppskrift
 
 
5. Pizza Quattro Stagioni
Þetta er ein af þessum klassísku pizzum sem nánast er hægt að finna á matseðli hverrar einustu pizzeriu um gjörvalla Ítalíu. Pizza þessi sem ber nafnið Quattro Stagioni, eða á íslensku „árstíðirnar fjórar“. Þó sumarið sé einungis kennt við fjórðung þessarar pizzur þá er tilvalið að njóta hennar allrar, allt sumarið. Fara á uppskrift
 
 
 
 
Frábærar pizzur frá Minitalia.is