Fara í efni

Ferskt heimagert ítalskt pasta - hvorki flókið né tímafrekt frá minitalia.is

Í Ítalíu hefur það tíðkast um aldir að hver fjölskylda bui til sitt pasta frá grunni, bæði ferskt eða hengdi það upp til þerris á þvottasnúrurnar.
Ferskt heimagert ítalskt pasta - hvorki flókið né tímafrekt frá minitalia.is

Í Ítalíu hefur það tíðkast um aldir að hver fjölskylda búi til sitt pasta frá grunni, bæði ferskt eða hengdi það upp til þerris á þvottasnúrurnar.

geggjuð uppskrift frá Minitalia.is 

 
En nútíminn hefur rutt sér til rúms á Ítalíu eins og annars staðar í hinum vestræna heimi og gert það m.a. að verkum að ný kynslóð hefur dregið lappirnar í að viðhalda þessum gömlu fjölskylduhefðum og verksmiðjuframleiðslan náð yfirhöndinni.

Það er í rauninni hvorki flókið né tímafrekt að gera sitt ferska pasta sjálfur, það eina sem maður þarf er gott hveiti, egg og náttúrulega pastavél eða einfaldlega kökukefli.
 

Koma svo!!!

 
Hráefni
1) 225 gr hveiti, tipo 00 2) 75 gr semolina 3) 3 stk egg 4) 1/2 tsk salt (valkvætt)

Aðferð
1) Setjið hveiti af tegundinni 00 í stóra skál 2) Að þessu notaði ég lífrænt hveiti sem ég keypti í Frú Laugu við Óðinsgötu í hjarta Reykjavíkur. Hveiti þessarar gerðar er malað mun fínna en annað hveiti og hentar því vel til pastagerðar. 3) Bætið svo Semolina-hveitinu út í skálina ásamt hálfri teskeið af salti. Semolina þykir eitt allra besta hveiti til pastagerðar þar sem það er mun léttara í sér en annað hveiti.
 
    
 
4) Hér var notast við Semolina sem keypt var í Kosti. 5) Þremur eggjum var bætt út í skálina en þumalputtareglan er eitt stykki egg á móti hverjum 100 gr af hveiti. 6) Að lokum er öllu blandað saman og deigið hnoðað í c.a. 10-12 mínútur. Ef deigið er orðið of mjúkt, bætið þá ögn af hveiti saman við og ef það er of stíft, bætið þá nokkrum dropum af vatni saman við. Þegar pastadeigið hefur verið hnoðað nægjanlega vel er það mótað í kúlu, vafið í plastfilmu og látið hvílast í 30 mínútur.
 
    
 
7) Þegar deigið hefur fengið að hvílast nægjanlega er komið að því að búa til sjálft pastað. Hér er notast við pastavél en að sjálfsögðu er líka hægt að fletja deigið út með kökukefli þar deigið er orðið c.a. 2 mm á þykkt. Þá er deiginu rúllað upp í lengju og skorið í c.a. 1 cm breiðar sneiðar. 8) en aftur að pastavélinni, henni er komið vel fyrir og um að gera að strá smá semolina á borðið. Takið smá bút af kúlunni, stillið pastavélina á þykkustu stillinguna og látið pastabútinn í gegn um vélina, brjótið pasta saman og látið hana í gegnum vélina á nýjan leik. Þetta er gert þar til útlitið er orðið svolítið gott. Síðan er stillt á næstu stillingu (örlítið þynnra) og farið í gegnum þennan feril á nýjan leik. Þessi ferill er síðan endurtekinn á hverri stillingu, eða allt þar til pastalengjurnar eru orðnar c.a. 2 mm þykkar, það er á næst fínustu stillingunni á vélinni minni 9) Að þessu sínni var búið til tagliatelle og voru þá pastalengjurnar settar í gegnum á réttum stað, hægra megin á pastavélinni og útkoman dásamlegt tagliatelle, tilbúið í pottinn.
 
    
 
Það er í þessu eins og svo mörgu öðru; ÞAÐ ER ÆFINGIN SEM SKAPAR MEISTARANN.
 
Geggjuð uppskrift frá Minitalia.is