Ekki vera steiktur

Ţessi gleymdu sólarvörninni heima
Ţessi gleymdu sólarvörninni heima

Eftir langan dimman vetur er freistandi ađ baka sig í sólinni og láta óútskýrt ađdráttarafl sólarinnar fylla mann orku.

Hvort ţađ er ákall á d-vítamín frá sólinni eđa annađ veit ég ekki. 

En hvađa áhrif hafa sólargeislarnir? Sólin sendir frá sér margar tegundir af geislum. Viđ ţekkjum best útfjólubláugeislana UVA og UVB sem geta skemmt erfđaefni húđfruma og ţannig leitt til öldrunar húđar (mynda húđlínur) og húđkrabbameina .

 
 
 
 
 
 
 
 
Hversu skađlegir útfjólubláugeislarnir fer eftir nokkrum atriđum:
 1. Sólargeislarnir eru hćttulegastir milli kl.11 og 14.
 2. Ţví lengur sem ţú ert í sólinni ţví meiri skađa geturđu orđiđ fyrir.
 3. Eftir ţví sem sólargeislarnir eru nćr miđbaugi ţví hćttulegri eru ţeir.
 4. Ţví hćrra frá sjávarmáli sem ţú ert ţví sterkari eru geislarnir.
 5. Skýin veita ekki örugga vörn og geislarnir geta endurspeglast í sumum skýjum.
 6. Sólargeislarnir endurvarpast frá jörđinni, sérstaklega vatni og snjó.
 7. Höfuđfat og klćđnađur eđa sólarvörn verndar ţig gagnvart sólargeislunum.

Sólbruni eđa brún húđ eru merki um ađ húđin hefur orđiđ fyrir húđskađa af völdum útfjólublárra geisla sem til langs tíma getur valdiđ ótímabćrri öldrun húđar međ tilheyrandi húđlínum og minnkuđum teygjanleika húđar ásamt öldrunarblettum og blettum sem geta breyst í húđkrabbamein. Auk ţess ađ hafa skađleg áhrif á húđina auka útfjólubláu geislarnir einnig áhćttu á ađ fá ský á auga eđa önnur augnvandamálum.

Ţćttir sem geta aukiđ líkur á myndun sortućxla:
 1. Húđ sem brennur auđveldlega. Sérstaklega saga um sólbruna eđa bruna í ljósabekkjum fyrir 18 ára aldur.
 2. Ljós húđ sem ţolir illa sólina.
 3. Margir fćđingablettir.
 4. Óreglulegir fćđingablettir.
 5. Fćđingablettur sem er međ sári eđa kláđa.
 6. Ef náinn ćttingi hefur greinst međ sortućxli.

Allir sem hafa einn eđa fleiri áhćttuţćtti ćttu ađ láta lćkni skođa sig.

Sortućxli er auđvelt ađ lćkna greinist ţađ á byrjunarstigi en erfitt viđ ađ eiga nái ţađ ađ dreifa sér. Ţví er svo mikilvćgt ađ gćta hófs í sólböđum eins í öđru í lífinu.

Ekki steikja á ţér húđina, viđ ţurfum á henni ađ halda alla ćvi.

Lára G. Sigurđardóttir

Lćknir og frćđslustjóri Krabbameinsfélagsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir


Svćđi

 • Um Heilsutorg
 • Twitter
 • Heilsutorg á Facebook
 • RSS af heilsutorg
 • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
 • Veftré