Fara í efni

Döðlukjúklingur með kúskússælu - Birnumolar

Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið fram ásamt kúskús-sælunni og því sem ykkur þykir best.
Girnilegt frá Birnu Varðar
Girnilegt frá Birnu Varðar

Birna Varðar galdrar fram dásamlegan kjúklingarétt með döðlum og kúskús.   Þið getið fundið fleiri uppskriftir frá Birnumolum hérna á Facebook.

Döðlukjúklingur með kúskús-sælu

Kjúklingurinn

  • 600-700 gr. beinlaus kjúklingalæri
  • 16 döðlur
  • 6 negulnaglar
  • 3 1/2 dl vatn
  • 1 msk sojasósa
  • 1 msk hrísgrjónaedik
  • 1 tsk svartur pipar
  • smá salt
  • 1/2 - 1 tsk paprikuduft

Kúskús-sæla

  • 1 bolli kúskús
  • 1 1/3 bolli vatn
  • 1 msk olía
  • 3-4 gulrætur
  • 2-3 lúkur grænkál
  • 8 döðlur
  • smá pipar
  • salt


Aðferð - kjúklingur
1) Setjið vatn, döðlur og negulnagla í bott og sjóðið þar til döðlurnar fara að leysast upp. Takið þá negulnaglana úr og mixið vatnið með döðlunum í matvinnsluvél.
2) Hellið því aftur í pott og bætið sojasósu, hrísgrjónaediki, pipar, salti og paprikudufti við sósuna. Hrærið á vægum hita í nokkrar mínútur.
3) Steikið kjúklinginn upp úr olíu. Hellið sósunni yfir og steikið þar til kjúklingurinn er hérumbil fulleldaður.
4) Færið kjúklinginn í fat og bakið við 180 gráður í 12 mínútur

Aðferð / kúskús-sæla
1) Hellið vatni í pott og látið sjóða. Gott er að hella smá olíu út í vatnið. Hellið kúskúsinu þá út í - hrærið stutta stund og slökkvið undir.
2) Steikið grænkál, gulrætur og döðlur saman á pönnu upp úr olíu.
3) Þegar grænmetið er tilbúið blandið þá saman kúskúsi og grænmetinu á pönnunni. 
4) Saltið og piprið.

Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið fram ásamt kúskús-sælunni og því sem ykkur þykir best.