Fara í efni

Bláberja vanillu pönnsur með karmellu fíkjum og mangó sósu

Þegar maður vill gera vel við sig um helgar þá eru þessar pönnsur sko málið.
Bláberja vanillu pönnsur með karmellu fíkjum og mangó sósu

Þegar maður vill gera vel við sig um helgar þá eru þessar pönnsur sko málið.

Gaman að bera fram fyrir alla fjölskylduna og jafnvel bjóða vinum í dásamlegan morgunmat.

Uppskriftin er fyrir  2-3 – einfalt er að stækka hana.

 

Hráefni:

Í pönnsur:

3 egg

2 þroskaðir bananar

1 msk af möndlumjólk

¼ bolli af kókós hveiti

¼ tsk af matarsóda

¼ tsk af sjávarsalti

Fræ úr einni lengu af vanillu baunum

½ tsk af kanil

½ bolli af ferskum bláberjum – ef þú átt þau ekki þá nota frosin en leyfa þeim að þiðna aðeins

1 tsk af kókóolíu

Hráefni í mangó sósu:

1 mangó

¼ tsk af tahini sósu

¼ tsk kanill

Karmellusósan og fíkjur:

3 stórar ferskar fíkjur

Kanill

2 msk af maple sýrópi

1 ts af kókósolíu til eldunar

Leiðbeiningar:

Pönnsur:

Brjótið egg í skál og þeytið þau saman og setjið til hliðar.

Stappið banana með gaffli og setjið á disk og geymið.

Setjið banana í skál með mjólkinni og hrærið saman.

Í aðra skál skal setja kókós hveitið, matarsódann, salt, vanilluna og kanil og blanda saman með skeið.

Setjið þurrefnin saman við blautu blönduna og blandið mjög vel sman. Og setjið til hliðar í smá tíma þar til kókós hveitið hefur drukkið í sig allan vökva. Og hrærið þá meira.

Hitið núna pönnu á meðal hita og setjið kókósolíuna á hana.

Þegar olían er orðin nógu heit þá skal byrja að steikja pönnsurnar. 2 msk fyrir hverja pönnsu og reynið að hafa þær hringlóttar.

Setjið nokkur bláber ofan á hverja pönnsu.

Þær þarf að elda í 1-2 mínútur á hvorri hlið þar til þær eru gylltar. Tíminn á pönnunni fer eftir því hversu heit hún er.

Ef olían verður of heit þá skal lækka hitann því ekki viljum við brenndar pönnsur.

Best er að snúa þeim með góðum spaða, þú veit að þær eru tilbúnar á annarri hliðinni þegar mjög auðvelt er að snúa þeim.

Setjið pönnsurnar á disk sem þolir hita í ofni og til að halda þeim heitum setjið ofninn á 50-70 gráður.

Mangó sósan:

Setjið mangóið, tahini og kanil í blandara og látið blandast þar til mjúkt.

Hellið í krukku og setjið til hliðar.

Karamellu fíkjur:

Þvoið fíkjurnar og skerið í helming og svo í ¼ helminga.

Dreifið kanil jafnt yfir hvern fíkjubita.

Hitið litla pönnu á meðal hita, setjið smá klípu af kókósolíu á pönnuna.

Dreifið fíkjum jafnt á pönnuna, látið hýðið snúa upp.

Dreifið nú maple sýrópi yfir og látið malla í 2-5 mínútur á hvorri hlið og haldið áfram að malla þar til sýrópið er byrjað að karmelluserast.

Takið pönnu af hitanum og slökkvið á eldavélinni.

Setjið pönnsur á disk, toppið með mango sósunni og dásamlegu fíkjunum.

Njótið vel!