Fara í efni

Banana quinoa morgunverðar stykki - vegan og rosalega góð

Fylltu á quinoa-tankinn strax á morgnana með þessum dásamlegu banana quinoa stykkjum.
Banana quinoa morgunverðar stykki - vegan og rosalega góð

Fylltu á quinoa-tankinn strax á morgnana með þessum dásamlegu banana quinoa stykkjum.

Einföld að búa til, gott að eiga tilbúin á morgnana, þau eru vegan og alveg sjúklega góð.

Uppskrift gefur um 9-12 stykki.

Hráefni:

1 bolli af höfrum – verða að vera glútenlausir

1 bolli af hvítu quinoa, hreinsuðu

½ tsk af matarsóda

½ tsk af kanil

Klípa af sjávarsalti

3 stórir þroskaðir bananar, stappaðir

2 msk af hörfræjum, í dufti

3 msk af raw hnetusmjöri

1 msk af kókóshnetuolíu í vökvaformi

2 msk af hreinu maple sýrópi

Ef þú vilt: ¼ - ½ boll af t.d súkkulaði bitum, kókósdufti eða söxuðum þurrkuðum ávöxtum

Leiðbeiningar:

Hitið ofn í 180 gráður.

Takið eldfast mót og smyrjið það með kókóshnetuolíu.

Takið stóra skál og blandið saman höfrum, quinoa, matarsóda, kanil og salti.

Bætið nú saman við bönunum, hörfræjum, hnetusmjöri, kókóshnetuolíu og maple sýrópinu. Hrærið þessu afar vel saman.

Ef þið ætlið að bæta við aukalega einhverju þá skal gera það núna og blanda því saman við.

Látið deig standa í 10 mínútur svo hörfræin nái í vökva.

Setjið deig í eldfasta formið og passið að deig sé jafn þykkt á alla kannta.

Bakið í 25 mínútur eða þar til brúnir eru stökkar og miðjan er bökuð í gegn.

Takið úr ofni og látið standa í 20 mínútur áður en þið skerið í 9-12 ferhyrnta bita. Leyfið svo að kólna alveg.

Geymist í loftæmdu boxi í 3 daga í ísskáp, lengur í frysti.

Njótið vel!

Uppskrift frá The Healthy Maven