Fara í efni

B12 vítamín skortur – ekki hundsa þessar viðvaranir

B-12 vítamín skortur hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu.
B12 vítamín skortur – ekki hundsa þessar viðvaranir

B-12 vítamín skortur hefur áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu.

Orsakir þessa vítamínskorts geta verið vegna lyfjainntöku, genatengd, næringaskortur, léleg melting, krónískar bólgur í maga eða sníkill í maga.

B-12 vítamín spilar mjög mikilvægt hlutverk fyrir líkamann, má þar nefna fyrir heila, framleiðslu á DNA, ónæmiskerfið og framleiðslu á blóðfrumum og taugum.

Finna má B-12 vítamín í kjöti, mjólkurvörum, eggjum, skelfisk og fleiri dýraafurðum.

Ef ekki er passað uppá B-12 vítamín búskap líkamans þá getur það leitt til sjúkdóma í blóði og sjúkdómum sem tengjast taugakerfinu.

Hér eru algengustu merki þess að þig skorti B-12 vítamín:

Skyndileg þreyta

Ef þú færð tilfinningu um að hafa ekki áhuga á að gera neitt, þá er það ekki afþví þú ert löt/latur heldur gæti verið um B-12 vítamínskort að ræði. Ef líkaminn fær ekki nóg af B-12 þá er hann ekki að framleiða nóg af rauðum blóðkornum og þess vegna finnur þú fyrir stöðugri þreytu.

Svimi

Skortur á B-12 orsakar svimatilfinningu og jafnvægisleysi. Ef þú kannast við tilfinninguna að svima þegar þú stendur upp eða ert að fara upp eða niður stiga þá skaltu láta athuga B-12 búskapinn hjá þér.

Gleymska

Skortur á B-12 hefur áhrif á minnið. Þú gætir haldið að þetta sé merki um elliglöp en þetta gæti einnig verið skortur á B-12. Gott er að taka inn B-12 vítamín reglulega.

Náladofi

Skortur á B-12 getur komið fram sem náladofi. Þessi doði er vegna skemmda í taugum.

Þróttleysi í vöðvum

Skortur á súrefni í líkamanum gerir það að verkum að þér líður eins og þú getir ekki hreyft þig sem skildi.

Úrræðið er:

Borðaðu meira af mjólkurvörum, eggjum, kjúkling og öðru dýrapróteini.

Taktu vítamín daglega og passaðu vel upp á að viðhalda B-12 vítamíni í líkamanum.

Heimild: healthy-food-house.com og curejoy.com