Fara í efni

Avókadó sushimaki

Solla á GLÓ deildi þessari gómsætu og glæsilegu uppskrift með okkur hjá NLFÍ.
Avokado sushimaki
Avokado sushimaki

Solla á GLÓ deildi þessari gómsætu og glæsilegu uppskrift með okkur hjá NLFÍ.

Avókadó sushimaki
4 blöð noriþari
2 blöð blómkálshrísgrjón
2-3 avókadó, afhýtt og skorið í þunnar sneiðar
4 msk sesamfræ sem búið er að blanda saman við 1 tsk af wasabidufti
 
Blómkálshrísgrjón
1 meðalstórt blómkálshöfuð, blómin skorin af stönglinum og svo í litla bita
1 ½ dl kasjú/furuhnetur eða möndlur, lagðar í bleyti í 2 klst, smátt saxaðar
1-2 msk næringarger
1 msk laukduft
1 tsk salt
smá nýmalaður svartur pipar 
 

Aðferð: Skerið blómkálsblómin af stönglinum, skerið í litla bita og setjið í matvinnsluvélina í smá stund (teljið upp að 5 – það er nóg, annars byrjar blómkálið að verða rammt) eða þar til kálið minnir á lítil korn eða hrísgrjón.  Passið að hafa það þó ekki lengur en í svona 10 sekúndur, annars verður það of klesst og ramma bragðið dregst út úr blómkálinu. Blandið allri uppskriftinni saman í stóra skál. 

Leggið blað af nori þara á bambusmottu (látið glansandi hliðina snúa niður). Setjið lag af blómkálshrísgrjónum, þjappið þeim niður og setjið síðan avocadosneiðarnar + 1 msk sesamfræ í línu eftir ca miðju blaðinu. Rúllið sushimaki rúllunni upp, gott að vefja frekar þétt svo hún haldi sér betur. Lokið rúllunni með því að væta endann með smá vatni svo rúllan límist betur saman. Skerið í 8 bita – notið beittan hníf eða hníf með tönnum. Klárið að rúlla öllum rúllunum. Berið fram með tamari sem búið er að hræra smá wasabi (japönsk piparrót) eða maukaðri ferskri engiferrót útí.

Heimild: nlfi.is