Fara í efni

Avókadó – Lime Ostakaka sem ekki þarf að baka

Þessi ostakaka er algjör snilld. Einföld og bráðholl fyrir alla fjölskylduna.
Avókadó – Lime Ostakaka sem ekki þarf að baka

Þessi ostakaka er algjör snilld.

Einföld og bráðholl fyrir alla fjölskylduna.

Uppskrift er fyrir 8.

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

300 gr af rjómaosti

200 ml af þeyttum rjóma til að blanda saman við avókadó

150 ml þeyttur rjómi

1 stórt avókadó skorið í stóra kubba

30 ml af vatni

2 msk af ferskum lime safa

Kjöt úr 2 lime

1 bolli af muldu hafrakexi

¾ bolli af sykri eða annað sætu efni t.d hunang

1 pakki af gelatin dufti

100 gr af ósöltuðu smjöri sem búið er að bræða

Leiðbeiningar:

Hreinsið kjötið úr lime áður en þú kreystir safann úr. Setjið svo til hliðar kjöt og safann.

Setjið hafrakexið í matarvinnsluvél og látið myljast vel. Bætið við smjörinu og látið blandast þar til þú ert með hálfgert deig.

Takið hringlótt form og pressið blöndunni í botninn. Látið svo kólna í frysti í um 10 mínútur.

Sjóðið  150ml af þeytta rjómanum í litlum potti og bætið því svo saman við gelatin duftið í meðal stórri skál, hrærið í 2 mínútur eða þar til duftið er alveg uppleyst. Sigtið vökvann og geymið í skál til að kæla niður.

Í matarvinnsluvél skal setja avókadó, rjómaost, sykur, 150 ml af þeyttum rjóma, lime safann og kjötið og 30 ml af vatni. Þessu skal hræra saman þar til allt er orðið vel blandað og mjúkt.

Hellið núna kældu gelatínblöndunni saman við og haldið áfram að hræra.

Þegar allt er orðið mjúkt og fínt í matarvinnsluvélinni skal hella blöndunni ofan á haframulninginn og slétta fallega úr því.

Skellið þessu í frystinn í klukkutíma.

Nú skal losa kökuna úr forminu og skreyta með lime sneiðum.

Njótið vel!