Fara í efni

9 snilldar ráð til að nota ávexti á glænýjan máta

Við elskum ávexti, þeir eru svo dásamlega góðir, ekkert svakalega dýrir og virkilega hollir.
Ferskir ávextir- 7 á dag er víst sagt núna
Ferskir ávextir- 7 á dag er víst sagt núna

Við elskum ávexti, þeir eru svo dásamlega góðir, ekkert svakalega dýrir og virkilega hollir.

En við erum alltaf að nota þá á svipaðan hátt, í salöt og djús og smoothies.

En hérna eru frábærar hugmyndir hvernig þú getur notað ávexti á glænýjan hátt.

 

 

Frystu jarðaber og súkkulaði í ísmolaboxi

j

Það þarf bara jarðaber og bráðið súkkulaði til að búa þetta til. Og jú, auðvitað ísmolabox til að frysta í.

 

Notaðu melónu sem skál

 m

Þetta er ávaxta týpan af taco salati

 

Breyttu vatnsmelónu í köku

v 

Þessi kaka er dásamleg. Kremið á þessari er gert úr kókósmjólk, vanillu og hunangi.

 

Fylltu hindber með súkklaðiflögum

h 

Gæti þetta verið eitthvað einfaldara? Nota má bæði dökkt súkkulaði og hvítt og blanda því saman.

 

Breyttu banana í ís

i

Þetta er ís sem er búinn til úr banana. Ef þú átt blandara að þá ertu golden.

 

Gerðu samloku úr eplum

j 

Ekkert brauð og ekkert vesen. Sneiða eplið niður og setja hnetusmjör, saxaðar pistasíuhnetur og það sem þér dettur í hug á milli.

 

Búðu til ávaxta taco með þunnum pönnukökum

a 

Í morgunmat eða desert, skiptir ekki máli því þetta er rosalega gott. Nota má vanilluþeyttan rjóma eða jógúrt og svo ávexti sem að þér finnast góðir.

 

Ávaxta sushi

f

Taktu nokkrar tegundir af ávöxtum og rúllaðu þeim inn í þunnar gúrkusneiðar og dreifðu kókósflögum yfir.

 

Bættu banana út í hummus

h 

Þetta hummus er æði. Það bragðast eins og bananabrauð.

Allar uppskriftir má finna HÉR.

Heimildir: womenshealthmag.com