Andoxunarefni

Andoxunarefni - doktor.is
Andoxunarefni - doktor.is

Andoxunarefni eru efni sem hindra eđa hlutleysa svokölluđ sindurefni og koma í veg fyrir skađa af ţeirra völdum.

Sindurefni myndast viđ oxun í efnahvörfum líkamans og geta ţau valdiđ skađa í lifandi frumum og skemmt t.d. matvćli.  

Andoxunarefni eru einnig kölluđ ţráavarnarefni af ţessum ástćđum.

Andoxunarefni finnast náttúrlega í ýmsum matvćlum, ţá sérstaklega í ávöxtum og grćnmeti. C-vítamín, E-vítamín og beta-karotín  eru ţekktustu andoxunarefnin. 

Margar rannsóknir  hafa veriđ gerđar á ţví hvort ţessi efni geti mögulega styrkt ónćmiskerfiđ og  jafnvel  komiđ í veg fyrir sjúkdóma eins og til dćmis krabbamein. Niđurstöđur eru bćđi misvísandi og ekki afgerandi en ţó bendir ýmislegt til ţess ađ sérstaklega E-vítamín geti minnkađ hćttuna á hjarta- og ćđasjúkdómum.

Einnig eru vísbendingar um ađ andoxunarefni geti  dregiđ úr hćttu á ćđakölkun og blóđtappa og minnkađ hrukkumyndun. Flestir eru ţó sammála um ađ neyta ţarf ţessara efna beint úr fćđunni til ţess ađ ţau komi ađ einhverju gagni en ekki sem tilbúinni viđbót eins og í töfluformi.  

Frekari rannsóknir eru í gangi varđandi virkni andoxunarefna og verđur fróđlegt ađ fylgjast međ niđurstöđum ţeirra. Á međan viđ bíđum eftir ţeim niđurstöđum er löngu sannađ ađ ţađ ađ borđa  ferska ávexti, grćnmeti og gróft kornmeti sem innihalda andoxunarefni í ríkum mćli gerir okkur gott og hjálpar til viđ ýmsar varnir líkamans.

Heimildir:

http://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/antioxidants/

http://www.nlm.nih.gov/medlineplus/antioxidants.html

Birt í samstarfi viđ doktor.is 

Höfundur greinar:

Guđrún Gyđa Hauksdóttir, hjúkrunarfrćđingur

 

Allar fćrslur höfundar
 
 
 
 
 
 

Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré