Fara í efni

Algjör gúrka með humarsalati og kotasælu

Grilluð gúrka með humarsalati og kotasælu.
Algjör gúrka  með humarsalati og kotasælu

Grilluð gúrka með humarsalati og kotasælu. 

Þessa þurfa nú allir að prufa. 

 

Hráefni: 

1 Gúrka
100g humar
3msk kotasæla
2msk majónes
1-2 msk saxaðar kryddjurtir t.d. kóriander eða graslaukur
Hn. Oddur salt og smá pipar
Sítrónuraspur af einni sítrónu


 

Gúrkan er skorin langsum og kjarninn hreinsaður út. Best er að nota skeið við það.

Humar er skorin smátt og settur í skál ásamt kotasælu, majones, salti og pipar, kryddjurtum og sítrónuraspi.

Salati er raðað í miðja gúrkuna þar sem kjarninn var áður og gúrkan síðan sett á grillið eða grilluð inní ofni.

Höfundur uppskriftar:

Ylfa Helgadóttir
Eigandi veitingastaðarins Kopars og meðlimur í Kokkalandsliði Íslands

www.koparrestaurant.is

 

Uppskrift af vef islenskt.is