Fara í efni

5 orkugefandi millimál til að taka með í vinnuna eða hafa í töskunni

5 orkugefandi millimál til að taka með í vinnuna eða hafa í töskunni

Ferð þú stundum í búðina í leit að einhverju fljótlegu, horfir yfir öll þessi orkustykki og veltir fyrir þér hvað væri best að velja? 

Það eru ótal kostir í boði og ég skil vel að það sé ruglandi enda hefur sykur svo ótal mörg mismunandi nöfn og því oft á tíðum ómögulegt að sjá í flýti hvað er besti kosturinn.
Svo mér datt í hug að deila með ykkur 5 góðum millimálum sem auka orkuna og eru í alvörunni án sykurs. Ekki skemmir fyrir að þau slá á sykurlöngun samstundis!

DSC_2419minni

Rauðrófusnakk

Ef þú hefur ekki prófað rauðrófusnakk mæli ég heldur betur með því og það er ótrúlega ávanabindandi! Ekki í orðsins fyllstu merkingu eins og sykur - það er bara svo gott. Það er ekkert síðra að fá sér það eitt og sér en þegar þú hefur tíma er æðislegt að prófa það með guacamole (avókadó dýfu). Svo má hafa það með kvöldmatnum ef það passar. Rauðrófur eru taldar vera ein helsta hormónafæðan og ríkar af C vítamínum, trefjum og magnesíum. Rauðrófusnakkið fæst frá DeRit í Nettó.

DSC_2423

DSC_2420

Þurrkað mangó

Allir mangóelskendur ættu að prófa þurrkað mangó. Þetta er alveg eins og nammi á bragðið. Sykurlaust og hentar jafnvel fyrir litlu krílin. Hægt er að gera sér holla nammiskál með hnetum, kókosflögum og þurrkuðu mangói í bland. Einnig hef ég fyllt döðlur með mangó eins og sjá má uppskrift af hér. Ef þú hefur ekki prófað þurrkaða mangóið frá H-Berg eða I love snacks þá mæli ég með að gera svo strax!

DSC_2367

Hráfæðisstangir frá Nakd bar eða Get raw

Hráfæðis- og orkustangir eru algjörir bjargvættar og það helsta sem verður fyrir valinu hjá mér þegar ég ætla að grípa mér eitthvað með í töskuna. Raw stangir eins og þessar eru einnig fullkomnar til að hafa í töskunni til að grípa í yfir daginn. Þær bragðast eins og nammi og mitt helsta val ef ég er með sykurlöngun. Einnig má gera sínar eigin orkustangir, hef ég margar góðar uppskriftir af slíku í uppskriftabók Lifðu til fulls.

Orkustykkin frá Adonis

Orkustykkin frá Adonis eru próteinrík og seðja hungrið á löngum degi.  Orkustangirnar frá Adunis eru með chiafræjum, kókos, vanillu og acao berjum (þessi bláuu) eða pecanhnetum, gojiberjum og kakói (rauðu). Pabbi kom í heimsókn um daginn og stútaði tveimur svona yfir tebolla með mér sem segir ýmislegt um stykkin.

DSC_2427minni

Þarasnakk

Ef þú sækist mikið í salt er þarasnakkið eitthvað sem þú ættir að prófa. Þar sem þari er sérstaklega ríkur af joði er það frábær valkostur fyrir þá sem glíma við vanvirkan eða latan skjaldkirtil. Þari er einnig frábær fyrir hár, húð og neglurnar og ríkur af A og C vítamínum og kalsíum. Þetta snakk er lágt í kaloríum og má borða milli mála en líka skera í strimla og skella yfir salatið eins og  ég geri með avócadó salatið mínu, sjá uppskrift hér. Þarasnakkið fæst frá DeRit.

Öll orkustykkin fást í verslunum Nettó.

Viltu fleiri ráð og uppskriftir fyrir snarl og millimál?

Ef svo er komdu yfir HÉR og skrá þig á ókeypis fyrirlesturinn  “3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna! “

Færðu sent sykurpróf sem sýnir þér besta úrræðið og hversu lengi þú ættir að sleppa sykri, uppskrift af drykknum mínum sem er skotheldur gegn sykurlöngun og fleiri ráð sem ég kann að hafa eftir 8 ár að vera laus við sykurlöngun.

Er sykurlöngunin að fara með þig_ (3)

Með skráningu að ofan segi ég þér einnig betur frá því hvernig þú getur nælt þér í vinsælasta námskeiðið mitt þessa dagana - “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” sem er A-Ö áæltun til þess að enda sykurstríðið, fyllast orku og losna við aukakílóin á náttúrulegan og varanlegan hátt!

Á námskeiðinu gef ég einfalt matarskipulag sniðið að annríki og fjölskyldufólki og hef hugsað fyrir öllu svo heilbrigt líf taki ekki meiri tíma af þér. (Og ef þú ert forvitin um hvar þú finnur öll falin nöfn sykurs þá gef ég þann leiðarvísi á námskeiðinu með myndum af matvælum sem eru í lagi og þau sem gott er að vera á varðbergi með)Skráðu þig hér til að læra meira.

Gangi þér vel að velja orkugefandi millimál!

Heilsa og hamingja,
jmsignature