Fara í efni

3 mistök sem hlaupari gerir og bæta á kílóum

Frásögn konu sem er að æfa fyrir maraþon sem hún ætlar að hlaupa í vor.
3 mistök sem hlaupari gerir og bæta á kílóum

Frásögn konu sem er að æfa fyrir maraþon sem hún ætlar að hlaupa í vor.

Ég byrjaði nýverið að æfa fyrir maraþon sem ég ætla að hlaupa í vor. Þetta verður mitt þriðja maraþon og markmiðið núna er að hlaupa 26.2 mílur þannig að ég hef sett mér allskyns markmið á æfingatímanum.

Eitt af mínum markmiðum er, og þú verður eflaust hissa á að heyra það en það er að þyngjast ekkert á meðan ég æfi. Ha!? Þyngjast! Já, og leyfðu mér að útskýra.

Þó svo að þú brennir kaloríum þegar þú hleypur að þá sjá ansi margir (líka ég) tölurnar á vigtinni standa í stað eða hækka. Þrátt fyrir að gera sitt besta þá eru margir hlauparar að berjast við að léttast.

Ef þú ert nýbyrjuð/aður að hlaupa og ert að vinna í hraða og vegalengd skaltu hafa þessi þrjú mistök í huga svo þú farir ekki að hlaða á þig kílóunum.

Borða fleiri kaloríur en þú brennir

Ein algeng ástæða að sumir hlauparar ná ekki að léttast er sú að þeir neyta fleiri kaloría en þeir brenna. Og það er auðvelt að misreikna sig, sérstaklega ef þú ert að æfa fyrir maraþon.

Þú brennir um 100 kaloríum á tæplega 2 km hlaupi og algeng hugsun meðal hlaupara er sú, að með öllum þessum hlaupum hljóti að vera í lagi að borða vel og fá sér stundum eitthvað sætt og gott. Auðvitað er fullkomlega eðlilegt að finna fyrir hungri á meðan þú ert að æfa fyrir maraþon en hafðu í huga að fylla skápa og ísskápinn með hollustufæði á meðan á æfingum stendur. Ekki kippa með kex pakka eða sætindum.

Að gera sama æfingarprógramm dag eftir dag

Að gera það að vana að hlaupa daglega er gott fyrir heilsuna en ef þú ert að hlaupa sama hringinn í hverfinu alla daga þá getur líkaminn orðið vanur því. Vöðvar líkamans aðlagast þeim kröfum sem þú leggur á þá þannig að ef þú ferð sama hringinn alla daga þá nærð þú ekki að léttast eða ferð að sjá tölurnar á vigtinni hækka.

Breyttu til, í staðinn fyrir að fara sama hringinn, hristu aðeins upp í æfingarprógramminu þínu. Finndu góðar brekkur til að hlaupa upp og niður og reyndu að hlaupa á malbiki, möl, grasi og sandi jafnvel. Þetta gerir það að verkum að vöðvarnir finna breytingu og fara að aðlagast þeim. Þeir verða sterkari fyrir vikið.

Að einbeita sér of mikið að vigtinni

Ef vigtin stendur í stað, reyndu að velta þér ekki of mikið upp úr því.

Að hlaupa vinnur á sterkustu vöðvum í fótleggjum og þar sem aftanverður lærvöðvi (hamstrings) og framanverður lærvöðvi eru aðal málið þar sem þú ert að móta neðri hluta líkamans og brenna fitu. Á sama tíma ertu að byggja upp vöðvana í fótleggjum og við vitum að vöðvar eru þyngri en fita, þannig að talan á vigtinni hefur eiginlega ekkert með þyngdartap að gera.

Og það sem er best við að styrkja vöðvana og móta líkamann er að fötin þín passa eflaust betur. Þyngdin hefur kannski ekkert minnkað en mittismálið gæti hafa minnkað.

Á endanum þá viltu bara að þínir fótleggir úr stáli komi þér á leiðarenda ef þú ætlar þér að hlaupa maraþon ekki satt ?

Heimild: health.com