Fara í efni

10 atriði sem allir þekkja er deila rúmi sínu með maka

Við ætlum að reyna að leysa þessi vandamál sem koma ansi oft upp þegar tveir aðilar deila rúmi.
10 atriði sem allir þekkja er deila rúmi sínu með maka

Við ætlum að reyna að leysa þessi vandamál sem koma ansi oft upp þegar tveir aðilar deila rúmi.

Þú getur lært að deila rúmi með hrjótara, þessum sem stelur alltaf sænginni, þeim sem sparkar í svefni og fleira. Við viljum bjarga sambandinu og geðheilsu þinni.

Góð ráð til að deila rúmi

Að ná góðum nætursvefni getur oft verið nógu erfitt þegar þú sefur ein/n. bættu við þetta, áskoruninni að sofa með maka sem hrýtur, stelur sænginni eða getur bara sofnað út frá sjónvarpinu eða tölvunni. Makinn gæti líka haft út á þínar svefnvenjur að setja svo já, það er engin furða að oft eftir nóttina er innistæðan allt of lítill svefn.

Hroturnar í makanum halda fyrir þér vöku

Um 37 milljón fullorðinna í Bandaríkjunum hrjóta reglulega samkvæmt the National Sleep Foundation. Og auðvitað koma allar þessar hrotur illa við makann sem deilir rúminu með þeim sem hrjóta.

Karlmenn eru mun líklegri til að hrjóta og hrotur versna yfirleitt með aldrinum. Oft má kenna meltingunni um hrotur, einnig áfengisneyslu fyrir svefninn. Og að sofa á bakinu getur einnig verið orsökin, sem er ástæðan fyrir því að maki þinn rúllar þér á hlið byrjir þú að hrjóta.

Ef hroturnar aukast þá er um að gera að leita aðstoðar hjá lækni.

Ykkur kemur ekki saman um hitastig í svefnherberginu

Hitastig sem mælt er með í svefnherberginu er á bilinu 20 -22 gráður. En sumir vilja hafa mjög heitt á meðan makinn vill kannski hafa svalt herbergi.

Til að leysa þetta þá má fara milliveginn auðvitað. Einnig getur sá aðili er vill hafa heitt, sofið í náttfötum og haft auka teppi. Má líka taka fram að þeim mun stærra sem rúmið ykkar er þeim mun meira pláss hefur hvor einstaklingur og eru líkur á of heitu rúmi því minni.

Börnin trufla nætursvefninn

Þegar hjónum kemur ekki saman um það hvernig skal höndla málin þegar kemur að börnunum þá getur allt farið í bál og brand. Má nefna barn sem vaknar við vondan draum og vill fá að koma upp í en annar aðilinn í sambandinu segir nei á meðan hinn aðilinn leyfir barninu að koma upp í og sofa þar það sem eftir lifir nætur. Þetta orsakar iðulega slæman nætursvefn fyrir foreldra. Börn eiga það til að sparka og hreyfa sig mikið í svefni þannig að morguninn eftir eru foreldrarnir uppgefnir.

Þetta mál þarf að leysa á jákvæðan hátt og báðir aðilar verða að vera á sömu blaðsíðu þegar kemur að uppeldi barna sinna.

Þið viljið mismunandi rúmdýnu

Sumir vilja mjúka dýnu á meðan aðrir velja þessa stífu. Og sem betur fer þá hafa dýnuframleiðendur tekið eftir þessu og eru farnir að framleiða eftir sér óskum fólks dýnur sem eru þá sem dæmi mjúk öðru megin og stíf hinu megin.

Þetta mál er auðveldlega leyst á þennan máta.

Þið farið að sofa á sitthvorum tímanum

Þetta getur oft verið ansi erfitt. Okkar innri klukka segir okkur til um hvenær best er fyrir okkur að fara að sofa og vakna á morgnana. En þessi klukka er ekki stillt eins fyrir alla. Besta leiðin til að leysa þetta mál er að aðilinn sem fer seinna í háttinn passar upp á að vera extra hljóðlát/ur þegar hann/hún fer að sofa.

Og þegar sá aðili sem vaknar á undan þá má hann/hún alls ekki hanga á snús takkanum. Það er tillitsleysi við makann sem sefur lengur fram eftir á morgnana.

Þú vilt hafa myrkur en makinn vill hafa bjartara

Að vilja sofna í algjöru myrkri er það besta sem þú gerir fyrir svefninn. Í algjöru myrkri byrjar líkaminn að framleiða melatonin sem er nauðsynlegt fyrir okkur svo við getum sofið.

Ef þið getið ekki komið ykkur saman um þetta þá verður að fara milliveginn og leyfa örlítið næturljós. Svona þessi sem er stungið í samband og eru oft höfð í barnaherbergjum.

Þú vilt kúra en makinn þarf sitt pláss

Jafnvel hjón/pör sem eru afar náin geta haft mismunandi venjur fyrir svefn. Annar aðilinn vill kúra og sofna á öxl hins á meðan hinum aðilanum finnst þrengt að sér og vill fá pláss. Ef aðilinn sem vill hafa pláss snýr sér á hliðina þá má ekki líta á það sem höfnun. En gott er sem dæmi að gera málamiðlun og leyfa kúraranum að fá öxlina þar til hann/hún er alveg að sofna og færa hana/hann þá. Þá er þörfum ykkar beggja mætt og þið farið sátt inn í draumalandið.

Hann/hún vill hafa sjónvarpið á til að sofna, þú vilt þögn

Ef annað ykkar vill endilega sofna yfir sjónvarpinu þá er málið að fjárfesta í góðum heyratólum og hafa þau þráðlaus. Einnig ef það er tímastillir á sjónvarpinu þá er gott að stilla hann svo sjónvarpið verði ekki á alla nóttina.

Þið “sláist” um sængina (ef þið eruð með eina stóra)

Hefur þú einhvern tíman vaknað alveg að frjósa úr kulda því það er búið að stela af þér sænginni? Þá er í raun bara eitt til ráða, hafa sitt hvora sængina.

Annar aðilinn er á stöðugri hreyfingu allar nætur

Það skipta allir um stellingu í svefni. Konur er viðkvæmari gegn því ef makinn hreyfir sig mikið í svefni og vakna oftar á nóttunni vegna þessa. Til að verða ekki eins vör við þetta þá er mælt með að hafa tvær dýnur í rúminu, kaupa Tempur dýnu eða hafa sitt hvora sængina og jafnvel rúlla upp teppi á milli ykkar.

Heimild: health.com