Fara í efni

Þórarinn Þórarinsson blaðamaður : Yfirheysla

Þórarinn Þórarinsson blaðamaður á Fréttatímanum
Þórarinn Þórarinsson blaðamaður á Fréttatímanum

Fullt nafn: Þórarinn Þórarinsson
Aldur: 42 ára
Starf: Blaðamaður
Maki: Alma Geirdal
Börn: Hrafn Jóhann, Þórarinn, Katla, Ragnheiður. Stjúpbörn: Sylvía Sól, Martin Máni, Henrik Hugi

Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“?: Iron Man.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum?: Kók í dós, beikonsmurost, ost

Hvaða töfralausn trúir þú á?: Trúi ekki á töfralausnir.

Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án?: Nettengdrar tölvu.

Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Nautalund medium rare, bernaise og bökuð kartafla.


Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ?: Hvítan. Veit ekki hvað brúnn sykur er. Er það púðursykur?

Hvað æfir þú oft í viku?: Sund þrisvar í viku og fer í vinnuna með strætó.

Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?: Fylli poka af blandi, aðallega lakkrís og hlaup.

Hvað er erfið æfing í þínum huga ?: 10 armbeygjur.

Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?: Þetta er vonlaust. Ertu viss um að þú viljir reyna þetta?

Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ?: Þá er hugurinn á milljón, snýst í hringi og staldrar ekki við neitt sérstakt.

Hvernig líta „kósífötin“ þín út ?: Víðar, röndóttar náttbuxur og stuttermabolur.

Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ?: Samloku með skinku, osti og sósu í Aktu taktu. Sleppi öllu grænmeti