Fara í efni

Sigríður Elín var númer 4000 að setja

Fyrir nokkrum árum veiktist Sigríður, hún fékk heilablóðfall og lamaðist hægra megin, missti málið og fleira miður skemmtilegt.
Sigríður Elín
Sigríður Elín

Fyrir nokkrum árum veiktist Sigríður, hún fékk heilablóðfall og lamaðist hægra megin, missti málið og fleira miður skemmtilegt.

 "Ég hef náð mér að mestu leyti, en ég fékk máttinn aftur og lærði að tala upp á nýtt. Þegar ég varð fimmtug á árinu og leit til baka yfir liðinn ár, þá var ég alveg sátt við þau, nema hvað ég hef fitnað á síðustu árum og leyft mér að hugsa ekki um mig. Í veikindum mínum var ég í mjög góðu formi og grönn! Núna er markmiðið að ég komi mér í gott form, breyti lífsstílnum og létti mig. Það miðar vel þó ég segi sjálf frá"

Núna varst þú númer 4000 til að smella like á heilsutorg.is á Facebook, má ég spyrja hvers vegna þú settir like við síðuna okkar ? 

Ég skráði mig stoðkerfislausnir hjá Heilsuborg og fannst upplagt að fylgjast með á síðu ykkar.

Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?

Ég byrja á því fá mér ca. 1 dl af vatni m/sítrónu, morgna mig svo og klæði og fæ mér síðan vítamín og Herbalife-sjeik með Fréttablaðinu.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum ?

Það er alltaf til ostur (17%) í ískápnum hjá mér.

Hvernig leggst skammdegið í þig ?

Bara vel.

Ertu búin að eiga góð jól og ertu með stóra fjölskyldu í matarboðum og hvað var í matinn á aðfangadag ?

Já, ég búin að eiga góð jól, það eru engin matarboð hjá mér en mamma mín , elsti sonur og kærasta hans koma í mat , en við erum 4 í heimili án þeirra.  Við höfum alltaf hamborgarhrygg á aðfangadag og það má ekki breyta því.

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Ég er fríi núna í kringum jólin en ég markmiðið er fara 3svar í viku í tækin hjá Heilsuborg og kannski fara í opin tíma.

Áttu uppáhalds tíma dags ?

Nei, ég á það ekki

Færir þú hjólandi um borgina ef færð leyfði ?

Því er fljót svarað – NEI það mundi ég ekki gera.

Kaffi eða Te ?

Vatn, ég hætti að drekka kaffi og te fyrir nokkrum árum síðan.

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það ?

Að hugsa um mann sjálfur , það gerir enginn það fyrir mann.