Konur, breytum heiminum saman

Á laugardaginn sameinast ţúsundir kvenna um allt land og hlaupa sér til ánćgju og heilsuauka í Kvennahlaupi ÍSÍ. Ţađ er einstök gleđi og bjartsýni sem fylgir ţví ţegar kynslóđir kvenna – ömmur, mćđur, dćtur, systur, frćnkur og vinkonur – sameinast á ţessum skemmtilega degi.

Vísindarannsóknir síđustu áratuga hafa einmitt sýnt ađ hreyfing er ein grunnstođ heilsu og vellíđunar. Uppgötvanir í heilbrigđisvísindum skapa forsendur fyrir ţví ađ viđ getum bćtt og lengt líf fólks. Meirihluta síđustu aldar var slagsíđa í inntaki vísindarannsókna á karlbundna ţćtti heilsufars.  Sú stađreynd leiddi til dćmis til ţess ađ kvenbundin einkenni og áhćttuţćttir hjartasjúkdóma voru illa skilgreindir og ţađ sama gildir enn um fjölmarga sjúkdóma sem fremur hrjá konur. Ţađ má einnig vera ljóst, ekki síst međ tilkomu #metoo byltingar síđasta árs, ađ skuggahliđar tilveru kvenna eru kynbundiđ ofbeldi og önnur áföll sem ţćr upplifa, oft snemma á lífsleiđinni. Alţjóđaheilbrigđismálastofnunin hefur lýst ţví yfir ađ sennilega verđi ţriđjungur kvenna fyrir kynferđislegu eđa líkamlegu ofbeldi á lífsleiđinni.  Ţćr fáu rannsóknir sem gerđar hafa veriđ hér á landi gefa til kynna ađ ţetta sé einnig raunveruleikinn á Íslandi. Ţá eru ótalin önnur áföll á borđ viđ ástvinamissi, erfiđa fćđingarreynslu, náttúruhamfarir, einelti, og skilnađi.

Ţó rannsóknir séu tiltölulega skammt á veg komnar eru sterkar vísbendingar um ađ ofbeldi og önnur áföll geti haft veruleg áhrif á bćđi sálrćna og líkamlega heilsu kvenna. En betur má ef duga skal. Viđ ţurfum vísindarannsóknir til ţess ađ lyfta grettistaki í ţekkingarsköpun og ţar međ forvörnum á ţessu sviđi.  Viđ ţurfum ađ skilja betur hvernig koma má í veg fyrir áföll eins og ofbeldi og hvernig viđ komum í veg fyrir ađ ţolendur áfalla missi heilsuna í kjölfar ţeirra. Viđ ţurfum sterka vísindalega ţekkingu til ađ breyta heiminum.

Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands sem hefur ţađ ađ markmiđi ađ bćta verulega ţekkingu á ţessu sviđi.  Nú á vormánuđum hefur stađiđ yfir ţjóđarátak ţar sem öllum konum, 18 ára og eldri, stendur til bođa ađ taka ţátt í rannsókninni međ ţví ađ svara spurningalista á netinu. Ţúsundir kvenna hafa nú ţegar lagt okkur liđ međ ţátttöku sinni og ţannig lagt mikilvćgt lóđ á vogaskálarnar ađ bćttri ţekkingu fyrir komandi kynslóđir. Skráning í rannsóknina stendur enn yfir og viđ hvetjum allar konur, óháđ fyrri sögu um áföll, ađ kynna sér máliđ á www.afallasaga.is eđa staldra viđ upplýsingaefni og upplýsingabása okkar á Kvennahlaupsdaginn.

Međ samstilltu átaki getum viđ konur breytt heiminum - gleđilegt Kvennahlaup! 

 

Höfundar:

  

Arna Hauksdóttir og Unnur Anna Valdimarsdóttir

Prófessorar viđ lćknadeild Háskóla Íslands.

 

Greinin birtist í Fréttablađinu 31. maí 2018

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré