Fara í efni

Þessi 10 atriði hafa hamingjusöm pör tileinkað sér – af því þau virka

Það er ekkert til sem kalla má fullkomið samband, en hamingjusöm sambönd eru svo sannarlega til.
Þessi 10 atriði hafa hamingjusöm pör tileinkað sér – af því þau virka

Það er ekkert til sem kalla má fullkomið samband, en hamingjusöm sambönd eru svo sannarlega til.

En það er vinna að halda hjónabandi og/eða sambandi heilbrigðu og hamingjusömu. Þetta er engin heppni eða eitthvað sem bara gerist. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir sambandinu og gleyma ekki að það þarfnast þess að að því sé hlúð.

Hér eru 10 atriði sem pör í hamingjusömu sambandi hafa tileinkað sér:

1. Standa saman og láta ekki utanaðkomandi hafa áhrif á sig

Ekki láta aðra stjórna sambandinu. Ef það eru vandamál í sambandinu leystu það þá með makanum og engum öðrum. Þið þurfið að lifa lífinu eins og þið viljið en ekki eins og aðrir vilja.

Allar ákvarðanir um sambandið þurfið þið tvö að taka – ekki vinir eða ættingjar.

2. Bera virðingu fyrir sambandinu

Ekki bera ykkar samband saman við önnur sambönd – hvorki samband foreldra ykkar, vina eða einhverra sem þú heldur að eigi í fullkomnu sambandi. Ekkert samband er eins svo best er að horfa á það sem þið eigið saman og nota það til að styrkja sambandið enn frekar.

Ekki má heldur gleyma að öll sambönd eiga sína góðu og slæmu daga. Ef þið vinnið saman í gegnum erfiðleikana styrkið þið sambandið til frambúðar.

3. Eru náin með allt og ræða málin sín á milli

Nándin skiptir miklu máli í samböndum. Ef hún er ekki til staðar vantar mikið. Til að eiga náið samband er nauðsynlegt að vera hreinskilinn og opinn í samskiptum, deila áhyggjum, ótta, vonbrigðum, gleði, draumum og væntingum. Þetta krefst þess að þið talið opinskátt saman.

4. Taka hvort öðru eins og þau eru – og eru ekki að reyna að breyta hinum aðilanum

Það sem hver og einn þráir mest í þessu lífi er að vera viðurkenndur eins og hann er. Allt of oft fer í fólk í samband og ætlar að breyta makanum, móta hann eins og honum eða henni hentar. Það gengur auðvitað ekki og er aðeins til þess fallið að valda vonbrigðum – og þá hjá báðum aðilum.

Svo í stað þess að ætla að breyta öðrum reyndu þá að sjá fegurðina í einstaklingnum og eyddu frekar orkunni í að bæta og fegra sambandið.

5. Gefa sér tíma til að vera par

Ekki vanrækja sambandið. Í erli dagsins þar sem allt er á fullu vill oft gleymast að slaka á og njóta þess að vera saman. Fjarlægð í samböndum er ekki mæld í kílómetrum heldur í ástúð. Tveir einstaklingar geta verið hlið við hlið en samt langt í burtu frá hvorum öðrum.

Ekki heldur gleyma að áhuga- og afskiptaleysi getur sært meira en ljót orð.

6. Segja það sem þau meina og meina það sem þau segja

Deildu hugsunum þínum. Ekki ætlast til þess að makinn lesi hugsanir þínar. Gefðu honum þær upplýsingar sem þarf í stað þess að ætlast til þess að hann viti hvað þú ert að hugsa eða hvað þú vilt. Hafðu slík samskipti á hreinu því flest vandamál í samböndum hefjast með lélegum samskiptum.

7. Eru heiðarleg og leika ekki einhvern leik . . . LESA MEIRA