Fara í efni

Styrktu þig andlega

Styrktu þig andlega

Það er farið að verða almenn vitneskja innan íþróttahreyfingarinnar að andlegur styrkur sé einn allra mikilvægasti þátturinn í árangri í íþróttum, ef ekki sá mikilvægasti.

Það ríkir hins vegar enn ákveðinn misskilningur um eðli andlegs styrks og hvort hægt sé að byggja hann upp.

Íþróttafólk virðist fast í þeirri trú að andlegur styrkur sé að mestu leiti meðfæddur eiginleiki sem sveiflist á tilviljanakenndan hátt eftir því sem kallast „dagsform”. Vissulega er sumt íþróttafólk andlega sterkara en annað af náttúrunnar hendi, alveg eins og sumt íþróttafólk er líkamlega sterkbyggðara en annað. Það gildir hins vegar það nákvæmlega sama um andlegan styrk eins og líkamlegan styrk. ALLIR geta aukið sinn andlega styrk með fræðslu og æfingum.

Hér fer næst lítil upptalning á því hvað andlegur styrkur er. Þessari upptalningu er ætlað að skýra betur hvaða þættir það eru sem íþróttafólk ætti leggja meiri rækt við að styrkja.

Andlegur styrkur er meðal annars…

…að spila fótboltaleikinn af fullum krafti, og að vera með óskipta athygli á að framkvæma sitt hlutverk í leikskipulaginu alveg þar til dómarinn flautar til leiksloka, óháð stöðunni í leiknum.

… að spila æfingaleikinn í handbolta af sömu alvöru, sama krafti, og af sömu einbeitingu og mikilvæga keppnisleiki. Æfingaleikir sem eru spilaðir af minni krafti eða minni alvöru en mikilvægir keppnisleikir æfa ekkert nema það að spila handbolta undir getu.

… að geta framkvæmt 1 metra púttið fyrir sigri á Íslandsmótinu í golfi af sömu yfirvegun og á æfingum.

… að taka ítrekað þá ákvörðun að fara á erfiða æfingu á laugardagsmorgni, frekar en að hlýða hugsunum um að rúmið sé þæginlegra og að maður geti æft seinna.

… að geta stjórnað lokasókn í jöfnum körfuboltaleik og að hafa til þess næga yfirvegun og einbeitingu til að lesa rétt í aðstæður, en ekki að láta hugsanir um mögulega niðurstöðu leiksins taka hugann af vellinum.

… að vera nægilega einbeitt/ur á æfingum til að átta sig á því þegar maður er hættur að gera æfinguna á 100% krafti.

… að vera full/ur sjálfstrausts og hafa athygli á því stökki sem verið er að fara að framkvæma í mikilvægri fimleikakeppni, þrátt fyrir að síðasta stökk hafi misheppnast illa.

Íþróttafólk sem ætlar sér að ná árangri . . . LESA MEIRA

Af vef andlegurstyrkur.wordpress.com