Fara í efni

Skemmtilegar staðreyndir um líkamann okkar – eggin

Rétt eins og kjúklingurinn að þá byrjaði þitt líf með eggi.
svona líta þau út í smásjá
svona líta þau út í smásjá

Rétt eins og kjúklingurinn að þá byrjaði þitt líf með eggi.

Við erum ekki að tala um egg með skurni og öllu því en egg engu að síður.

Það er mikill munur á milli eggja hjá konum og kjúklingum og hefur það ansi óvænt áhrif á það hversu gömul við í raun erum.

Eggin hjá okkur konunum eru ofur lítil, þau eru eftir allt saman bara ein fruma og eru um 0,2 mm að stærð.

Þau egg sem þú ert með í þínum líkama urðu til í líkama móðir þinnar og það sem er svo ótrúlegt að þau urðu til þegar móðir þín var fóstur.

Myndunin á þínu eggi með helmingi af DNA frá móður þinni gæti talist fyrsta andartak tilveru þinnar. Og það gerðist áður en móðir þín fæddist.

Tökum sem dæmi: Ef mamma þín var þrítug þegar hún átti þig að þá gætir þú sagt á 18 ára afmælinu þínu að þú værir í raun búin að vera til í 48 ár.

Heimildir: theguardian.com