Fara í efni

Konur, vín og heilablóðfall

Konur sem drekka allt að sjö vínglös eða bjóra á viku eru ólíklegri til að fá heilablóðfall en konur sem drekka ekkert áfengi.
Konur, vín og heilablóðfall

Konur sem drekka allt að sjö vínglös eða bjóra á viku eru ólíklegri til að fá heilablóðfall en konur sem drekka ekkert áfengi.

Þetta eru niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á 83 þúsund konum sem fylgt var eftir í 26 ár.

Rannsóknin er hluti af mjög stórri bandarískri rannsókn sem ber heitið Nurses Health Study.

Niðurstöðurnar eru birtar í nýjaste hefti tímaritisins Stroke: Journal of the American Heart Association. Þeir sem vilja kynna sér rannsóknina betur geta nálgast niðurstöðurnar hér.

Höfundar greinarinnar túlka niðurstöðurnar varlega. Monik Jimenez frá Brigham and Women´s Hospital í Boston sem leiddi rannsóknina segir: "Rannsónarniðurstöðurnar mega ekki verða til þess að hvetja konur sem ekki drekka áfengi til að byrja á því. Áfengi er tvíbent sverð. Ef drukkið er meira magn en um ræðir í rannsókninni getur það hækkað blóðþrýsting og aukið hættuna á gáttatifi sem í sjálfu sér eykur líkurnar á heilablóðfalli"

Rannsóknin náði til miðaldra kvenna. Bornar voru saman drykkjuvenjur þeirra sem fengu heilablóðfall og þeirra sem ekki fengu slíkt áfall. Konunum var skipt í hópa eftir því hversu mikils áfengis þær neyttu.

Af þeim 25 þúsund konum sem ekki drukku áfengi fengu um 4 prósent heilablóðfall meðan á rannsókninni stóð. Tíðnin var um 2 pósent meðal 29 þúsund kvenna sem drukku allt að hálft glas á dag. Meðal þeirra sem drukku allt að eitt glas á dag . . . LESA MEIRA