Fara í efni

Grípum brotin

Grípum brotin

Grípum brotin er samþætt þjónusta þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir annað brot hjá þeim sem hafa brotnað og er miðað við fólk sem er með beinþynningu.

Lögð er áhersla á að bæta samskipti á milli meðferðaraðila með því að búa til meðferðarferli sem lokar meðferðargapinu sem of oft vill myndast.

Þessi nýja þjónusta er unnin út frá ákveðinni aðferðafræði Fraction Liason Service FLS sem er gagnreynd og hefur sýnt mikinn árangur.

Rökin fyrir þessari aðferð er þríþætt:
Hún minnkar líkur á öðru broti.
Dánartíðni lækkar.
Dregur úr kostnaði þegar til lengri tíma er litið.

Þetta er alheims eða alþjóðleg herferð sem miðar að þvi að koma á heilstæðri þjónustu til varnar öðru broti. Unnið er eftir ákveðnum ferlum sem gefur ramma utan um verkefnið og síðan er ákveðið mat sem á sér stað um árangur.

Verkefnið er komið af stað á Landspítalanum. Það er búið að ráða þjónustustjóra, verkferlarnir eru klárir og búið er að sækja um “stjörnu” en sjúkrastofnanir sem sinna brotum geta sótt um stjörnu hjá alþjóða beinverndarsamtökunum IOF. Ísland er komið með eina bláa stjörnu sem þýðir að Landspítalinn er kominn af stað með þróunarvinnu eftir þessu alþjóðlega fyrirkomulagi. Vonandi verða þær síðan brons, silfur og gull.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá að Ísland er komið með eina bláa stjörnu. . . LESA MEIRA