Fara í efni

Fólk um og yfir fimmtugt klárara og með hærri greindarvísitölu

Margar konur á vissum aldri hafa áhyggjur af því að þær séu staðnaðar, minnið sé farið að gefa sig og að gáfunum hraki með hverju árinu.
Fólk um og yfir fimmtugt klárara og með hærri greindarvísitölu

Margar konur á vissum aldri hafa áhyggjur af því að þær séu staðnaðar, minnið sé farið að gefa sig og að gáfunum hraki með hverju árinu.

Kannski líður mörgum karlmönnum eins en hjá konum tengist þetta líka oft breytingaskeiðinu. En á því tímabili vill minnið einmitt oft vera gloppótt.

Ekkert klárar lengur

Þetta er eitthvað sem konur hafa heyrt, þ.e. að þær séu ekki jafn klárar fimmtugar og þær voru þrítugar. Þær hafa fengið að heyra þetta í gegnum tíðina og því kannski ekki skrýtið að það endi með því að þær trúi að þær séu bara ekkert klárar lengur.

Vissulega vinnur heilinn ekki eins hratt þegar við eldumst og minnið getur brugðist endrum og sinnum. En vísindamenn hafa á undanförnum árum gert áhugaverðar uppgötvanir á því sem gerist í höfðinu á okkur þegar við eldumst.

Góðu fréttirnar eru þær að það er bara goðsögn eins og margt annað að fólk fari að staðna á miðjum aldri og í raun er þessu öfugt farið. Rannsókn sem framkvæmd var á hópi fólks þegar það var 25 ára og síðan aftur þegar það var 50 ára leiddi í ljós að þátttakendur höfðu hærri greindarvísitölu í seinni mælingunni. Ekki aðeins bjó fólkið yfir dýpri greindarþáttum þegar það var eldra heldur reyndust einnig hæfni, færni og reynsla þess meiri.

Heilaskannar sýna einnig fram á að meðan yngra fólk notar oft annað heilahvelið til að leysa ákveðin verkefni er miðaldra og eldra fólk líklegra til að virkja þau bæði í einu. Sérfræðingar benda líka á að þótt öðru hafi verið haldið fram sé nú ljóst að heilinn hætti aldrei . . . LESA MEIRA