Fara í efni

Fimm atriði til að verjast minnisglöpum

Fimm atriði til að verjast minnisglöpum
  1. Gangið meira: Gangið minnst í klukkutíma þrisvar í viku og helst oftar. Nýleg rannsókn háskólans í British Columbia í Kanada sýndi fram á að göngutúrar geta aukið virkni heilans umtalsvert. Sértaklega var bent á að þeir, sem þjáðust af minniháttar æðaþrengingum og byrjuðu að ganga reglulega, mældust með lægri blóðþrýsting og sýndu framfarir í vitsmunalegum prófum. Hugræn skerðing, sem líklegast orsakast af þrengingum í æðum í heilanum, er talin vera önnur algengasta orsök minnisglapa á eftir Alzheimer sjúkdómnum.
  1. Farið meira út á meðal fólks: Sambandið á milli einmanaleika og Alzeimer sjúkdómsins er ekki fullkomlega sannað en ýmsar kannanir þykja sýna að  það séu tengsl á milli sterks félagslegslegs nets og minni hættu á minnisglöpum. Í könnun sem náði yfir fjögur ár og náði til 800 eintakleginga 75 ára og eldri kom í ljós að einmana fólk var meira en tvisvar sinnum líklegra til að þróa með sér einkenni minnisglapa en þeir sem nutu félagsskapar náinna vina og ættingja. Jákvæðustu áhrifin sýndu sig hjá þeim sem voru ekki einungis félagslega virkir heldur líka hjá þeim sem voru líkamlega og andlega öflugir á sama tíma. Í enn stærri rannsókn þar sem rannsakaðar voru 2.249 konur 78 ára og eldri kom í ljós að þær sem voru með stærri hóp í kringum sig voru 26% ólíklegri til að þróa með sér minnistap en þær sem voru ekki með hóp í kringum sig. Í ljós kom að konur sem voru í daglegu sambandi við fjölskyldu og vini minnkuðu hættuna á minnistapi um nær helming.
  1. Verndaðu höfuðið: Í ljós kemur að það eru sterk tengsl á milli hættu á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn og alvarlegra höfuðáverka, sér í lagi þegar áverkanum hafði fylgt meðvitundarleysi. Þess vegna er mjög mikilvægt að við verjum höfuðið með því að nota sætisbelti í bíl og hjálm við hjólreiðar eða íþróttaiðkun. Til að vera viss um að fólk sé varið heima við eins og frekast er kostur er gott að hafa eftirfarandi í huga: Gætið þess að gólfin séu hrein. Fjarlægið eða festið allar lausar mottur. Forðist að vaxbera  gólfin. Gætið þess að sturtubotn eða baðkar sé ekki sleipt og að baðmottan sé með gúmmíbotni.Fjarlægið rafmagnssnúrur sem liggja á gólfum.
  1. Hugaðu vel að mataræðinu: Vertu viss um að mataræði sé ríkt af . . . LESA MEIRA