Fara í efni

Aukum hreysti og verndum okkur gegn haustpestum

Það er hægt að efla mótstöðu líkamans, auka hreysti og draga úr smithættu.
Aukum hreysti og verndum okkur gegn haustpestum

Það er hægt að efla mótstöðu líkamans, auka hreysti og draga úr smithættu.

Rannsóknir sína góðan árangur hjá þeim sem að velja heilbrigt líf.

1.       Fá nægan svefn: Fara í rúmið fyrir kl. 23 til að stuðla að endurnærandi hvíld á hverri nóttu (ráðlagður nætursvefn fullorðinna er 7-8 tímar en lengri svefn fyrir  börn og unglina).  

2.      Hreyfa sig í 30-60 mínútur á dag og gera styrktaræfingar tvisvar í viku. Forðast að sitja lengi án þess að standa upp. Hér má sjá upplýsingar og ráð til að auka hreyfingu frá landlæknisembætti

3.      Hósta/hnerra í olnbogabót og þvo sér reglulega um hendur með sápu og vatni (tekur 2 mín.) og hugsa um að forðast smitun frá öðrum ef hægt er (snertismit og úðasmit). Smeltu hér til að fá leiðbeiningar fyrir góðan handþvott frá Landlæknisembætti

4.      Anda að sér fersku lofti, en forðast ofkælingu og að svitna. Gott að komast út undir bert loft sumar, vetur, vor              og haust, en klæðast eftir veðri.  Mælt er með að klæðast lögum af fötum sem hægt er að fækka ef með þarf vegna              hita en eru til staðar ef manni er kalt. Munum að það geta verið örar veðrabreytingar á Íslandi.

5.      Þekkja sína veikleika varðandi heilsufarið og styrkja sig þar, forðast að ofreyna sig. T.d. ef bakverkir eru tíðir að             efla þá stoðkerfið, nota réttar starfsstellingar og stunda reglulega þjálfun.

6.      Forðast vinnuálag og taka stöðuna varðandi streituástand reglulega. Nota slökun, minnka álag, stunda slökun             og vinna með streitu.

7.      Passa að fá lífsnauðsynleg næringarefni með hollri fæðu eða inntöku bætiefna (t.d. lýsi). Ráðleggingar um hollt               mataræði.

8.      Borða hollan morgunverð daglega og nærast reglulega yfir daginn. Velja fæðu sem eflir mótstöðuaflið; t.d. ½ bolla af bláberjum eða jarðaberjum daglega , t.d. út í hafragraut, jógúrt eða hristing eða aðra heilsufæðu. Bláber og önnur litsterk ber innihalda næringarefni (anthocyanins) sem vinna gegn sjúkdómum og langvarandi streitu.

LESTU MEIRA AF HEIL.IS