Fara í efni

Að kúra hefur dásamlega góð áhrif á heilsuna

Lestu þig til um hina mörgu og frábæru kosti þess að kúra.
Að kúra hefur dásamlega góð áhrif á heilsuna

Lestu þig til um hina mörgu og frábæru kosti þess að kúra.

 

 

 

 

 

 

Losar um stress

Þegar þú kúrir með þeim sem þér þykir vænt um þá losar líkaminn um hormón sem heitir oxytocin, þetta hormón róar þig niður og hjálpar þér að vinna gegn stressi.

Getur verið mjög gott fyrir hjartað

Það er gott fyrir hjartað ef að blóðþrýstingur er lágur og ef stressið er í lágmarki. Vísindamenn vilja meina að konur njóti þessa ávinnings meira með kúri, en það sýnist nú samt gera báðum aðilum gott.

Getur dregið úr verkjum

Gott kúr getur gert mjög gott gagn ef þú ert með verki eða að eiga við meiðsli. Oxytocin hormónið sem líkaminn losar getur dregið verulega úr bakverkjum.

Berst við kvefið

Faðmlög frá þeim sem þú treystir getur varið þig gegn kvefi. Þá sérstaklega ef þú ert undir miklu álagi og ert stressuð/aður. Og ef þú er nú þegar orðin lasin þá er mælt með góðu kúri til að draga úr einkennum kvefs og koma í veg fyrir að það versni.

Myndar innilegra samband við maka/kærasta(u)

Oxytocin er oft kallað ástarhormón. Það er meira af því í blóðinu ef þú faðmar þinn/þína heitt elskuðu/aða oft. Hjón/pör sem kúra og kyssast oft og mikið eru oftar en ekki hamingjusamari, heilbrigðari og minna stressuð.

Gott fyrir svefninn

Enn og aftur er það Oxytocin sem við tölum um. Þetta hormón hefur einstaka eiginleika. Það róar okkur niður og ef fólk sofnar í faðmlögum þá ætti að að sofa mjög vel.

Tengir þig sterkari böndum við nýja barnið

Foreldrar sem að kúra með börnunum sínum, þá sérstaklega húð við húð, tengjast börnum sínum og þeirra þörfum betur. Komið hefur fram í rannsóknum að feður eru meira líklegri til að taka þátt og það dregur úr stressi móður. Einnig eru börnin minna líkleg til að gráta mikið.

Gott fyrir heilsu barns

Að kúra með ungabarni getur aukið á súrefni barnsins, það róar niður andardráttinn og getur dregið úr verkjum. Ef barn fæðist fyrir tímann þá eru miklu sterkari líkur á að barnið komist á legg ef það fær sitt kúr með foreldrum. Þetta getur hjálpað heila barnsins að þroskast, dregið úr sýkingum og öðrum sjúkdómum.

Ættir þú að faðma hundinn?

Í rauninn þá áttu líka að faðma hundinn þinn, þú gætir upplifað sömu góðu tilfinninguna. Ef þú býrð ein/n þ.e. Sumir hundar eru kannski ekki til í kúr upp í rúmi.

Heimild: webmd.com