Fara í efni

Um Fjölskylduhús

Fjölskylduhús eru hagsmunasamtök fólks sem vinnur að bata frá meðvirkni aðstandenda. Samtökin vinna að því að bjóða upp á fyrsta flokks fræðslu og ráðgjöf við meðvirkni sem aðstandendur ýmissa hópa eins og alkóhólista, fíkla, geðsjúkra, ADHD og fleiri raskana þróa með sér.
Hvað er fjölskylduhús?
Hvað er fjölskylduhús?

Fjölskylduhús eru hagsmunasamtök fólks sem vinnur að bata frá meðvirkni aðstandenda. Samtökin vinna að því að bjóða upp á fyrsta flokks fræðslu og ráðgjöf  við meðvirkni sem aðstandendur ýmissa hópa eins og alkóhólista, fíkla, geðsjúkra, ADHD og fleiri raskana  þróa með sér.

Jafnframt halda samtökin ýmiskonar  námskeið sem bæði eru sniðin að einstaklingum og fjölskyldum.

 

Markmið samtakanna

Fíknisjúkdómar, geðraskanir og annar vandi hafa áhrif á alla aðstandendur.  Allir meðlimir fjölskyldunnar, feður og mæður, systkini, afar og ömmur, frændur og frænkur, geta orðið meðvirk og breytt hegðun sinni skaðlega án þess að gera sér grein fyrir því.

Hægt er að veikjast af fíknisjúkdómum með notkun ýmissa efna eins og áfengis, kannabis, amfetamíns og kókaíns.  Æ fleiri veikjast vegna mikillar notkunar á ýmsum lyfjum eins og róandi lyfjum, svefnlyfjum og kvíðastillandi lyfjum.  Matarfíkn fer ört vaxandi.

Geðraskanir, ADHD og ýmis hegðunarvandi framkallar einnig meðvikni og tilfinningalegt uppnám hjá aðstandendum.

Markmið Fjölskylduhúss er að mæta öllum meðlimum fjölskyldunnar og aðstoða við að samhæfa bata allra sem mest.

Meðvirkni tekur á sig margvíslega mynd t.d stjórnsemi og þóknun en einnig mikinn kvíða, ótta og depurð sem veldur vanlíðan.

Styrkja starfsemi

Styrktarreikningur samtakanna er:  0323-26-001576, kt. 490913-0410