Fara í efni

Þróun lyfs sem gæti gert út af við HIV er langt komin

Dr. Robert Gallo er einn þeirra sem fyrir 31 ári uppgötvaði HIV-veiruna, sem veldur AIDS. Allar götur síðan hefur hann verið í broddi fylkingar þeirra sem leitað hafa lækningar við alnæminu. Hann telur sig nú vel á veg kominn með þróun lyfs sem, ef allt gengur upp, gæti gert út af við HIV-veiruna.
Lækning við AIDS gæti verið handan við hornið.
Lækning við AIDS gæti verið handan við hornið.

Dr. Robert Gallo er einn þeirra sem fyrir 31 ári uppgötvaði HIV-veiruna, sem veldur AIDS. Allar götur síðan hefur hann verið í broddi fylkingar þeirra sem leitað hafa lækningar við alnæminu. Hann telur sig nú vel á veg kominn með þróun lyfs sem, ef allt gengur upp, gæti gert út af við HIV-veiruna.

Dr. Gallo hefur tilkynnt að mótefnið, sem hann og hans fólk hefur þróað í um tvo áratugi, sé að fara í prófanir á fólki. HIV getur ráðist á ónæmiskerfið úr mörgum áttum þannig að það er hægara sagt en gert að finna lyf sem lokar á alla þessa möguleika. Ef lyfið sem Gallo vinnur að mun virka fullkomlega ætti það þó að ná þessum langþráða árangri.

Hann segir lyfinu ætlað að einangra veiruna um leið og smit á sér stað og lama alla þá ólíku anga HIV sem finnast um víða veröld. Þótt ný lyf við AIDS hafi gert þeim sem eru smitaðir kleyft að lifa lengra og betra lífi hefur lækning við meininu ekki fundist en Dr. Gallo gæti mögulega verið kominn á sporið.

Enn er þó langt í land og framundan eru frekari rannsóknir í einhver ár áður en lyfið fær grænt ljós hjá lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum og getur farið að gagnast sjúklingum.

Dr. Gallo segist ekki geta lofað fullkomnum árangri en segist vongóður um að lyfið muni engu að síður verða stórt framfaraskref í baráttunni við AIDS.