Fara í efni

Næringarsérfræðingur: Þessar 5 fæðutegundir ættir þú að borða daglega

Árum saman höfum við heyrt um hvað er hollt að borða og sífelldar breytingar virðast vera á því hvað er talið hollt og hvað er óhollt
Góð grein frá Pressan/Veröldin
Góð grein frá Pressan/Veröldin

Árum saman höfum við heyrt um hvað er hollt að borða og sífelldar breytingar virðast vera á því hvað er talið hollt og hvað er óhollt. Einn daginn fáum við að vita að spergilkál sé hollt og maður eigi að belgja sig út af því og síðan fáum við að vita að það sé betra að fara varlega í að borða pasta, það sé ekki eintóm hollusta í því.

 

 

Stine Malvik, næringarsérfræðingur, sagði í samtali við vefsíðun kk.no að það eigi ekki að vera mjög erfitt að borða hollan mat og það sé í raun hægt að lifa heilbrigðu lífi ef fólk borðar neðangreindar fimm fæðutegundir daglega. Hún segir að þessar fæðutegundir innihaldi mörg þeirra mikilvægu næringarefna sem við höfum þörf fyrir.

Hún sagði að þessar fæðutegundir fari langt með að fullnægja daglegri þörf okkar fyrir trefjar, vítamín, steinefni, hollar fitusýrur og andoxunarefni. Auk þess fáum við vítamín og steinefni sem er oft erfitt að fá í gegnum fæðuna, til dæmis járn, fólínsýru og joð.

Þessar fimm fæðutegundir eru:

Haframjöl

Léttmjólk

Möndlur

Bláber

Gulrætur

Birt í samstarfi við

 

Tengt efni: