Fara í efni

MUD – Fyrsti alþjóðlegi förðunarskólinn opnar hér á landi

MUD skólarnir kenna allir eftir sömu námskrá sem er á ensku og eftir sérþjálfuðum kennsluaðferðum til að tryggja það að nemandinn hljóti alltaf sömu gæða kennsluna hvar sem er í heiminum
MUD förðunarskólinn hefst í október
MUD förðunarskólinn hefst í október

MUD er alþjóðlegur förðunarskóli sem var stofnaður í Los Angeles árið 1997 af tveimur förðunarfagmönnum sem höfðu þá hugsjóna að halda uppi gæðum og fagmennsku í förðunarheiminum og greiða nemendum veginn að velgengi í gengum góða menntum.

 

Skólinn varð fljótlega mjög vinsæll og opnaði í New York árið 2005 og nokkrum árum síðar í Evrópu. 

MUD skólarnir kenna allir eftir sömu námskrá sem er á ensku og eftir sérþjálfuðum kennsluaðferðum til að tryggja það að nemandinn hljóti alltaf sömu gæða kennsluna hvar sem er í heiminum.  Hjá MUD er lögð mikil áhersla á að nemendur leggi sig vel fram við námið og eru verkefnaskil og heimavinna hluti af náminu.  Nemendur er sem útskrifast frá MUD hljóta alþjóðleg réttindi MUD sem MAKEUP ARTIST sem á eftir að greiða þeim betur veginn í fagheiminum að auknum verkefnum enda nýtur skólinn mikillar virðingar hjá fagfólki í þessum bransa erlendis. 

Þar sem MUD er alþjóðlegur skóli og er starfandi á heimsvísu hefur MUD hannað sitt eigið innra net, þar sem útskrifaðir MUD nemendur hafa aðgang að tengslaneti við fagheiminn og opnar fyrir reynslu og starfstækifærum út um allan heim.  Sem dæmi um verkefni sem MUD hefur komið að má nefna:

MISS WORLD, Fashion Week Milano, tískusýningar í New York, America´s top model, American Horror Story og ótal forsíðumynda fyrir helstu tísku og glamúr tímarita heimsins. 

Þetta er aðeins örlítið brot af þeim verkefnum sem MUD hefur tekið að sér. 

Nú í Október mun MUD opna hér á Íslandi og verður það fyrsti MUD skólinn sem opnar á norðurlöndunum.  Skólinn mun vera eins uppbyggður og skólarnir annars staðar í Evrópu.  Eins og komið hefur fram þá eru allir skólarnir byggðir upp á sama námsefni og ströngum förðunarstöðlum.  Erlendir kennarar munu sjá um allt nám hér á Íslandi, enda eru gerðar gríðarlegar kröfur til kennara sem eru sérþjálfaðir af MUD til að takast á við það verkefni að kenna eftir MUD aðferðinni sem hefur skilað sér vel með miklum árangri til nemenda sem stunda MUD skólann.

Þetta er meistarinn sem kemur að kenna fyrsta námskeiðið  Hrvoje

Hrvoje kemur til með að kenna núna á fyrsta námskeiðinu hér á Íslandi.  

Námið:

Grunnatriði förðunar kennd skref fyrir skref.  Mikill áhersla lögð á að nemendur nái góðum tökum á öllum grunnatriðum geti á endanum klárað fulla förðun með öllum tæknilegum aðferðum.  Nemendur fá viðurkenningarskjal við útskrift.

Hér skiptist námið upp í fjóra hluta, airbrush, brúðar förðun, stúdíó förðun og High Fashion.  Að þessu loknu útskrifast nemendur með alþjóðleg réttindi sem MAKEUP ARTIST frá MUD

Námið skiptist upp í, Special effects, Essentail of Hairstyling og Portfolio.

MUD  á Íslandi mun bæði kenna á morgnana og kvöldin.  Skólinn er til húsa á Garðatorgi.  Á sama stað mun MUD vera með MUD Studio sem mun bjóða upp á einstaklings förðun, einkakennslu og eins námskeið fyrir minni hópa.  Einnig verður á staðnum MUD verslun með MUD snyrtivörum sem þykja sérstaklega endingargóðar og vandaðar. 

Allar nánari upplýsingar getur þú fundið hér: 

 

Tengt efni: