Mikill verđmunur á vegan og lífrćnum matvörum

Eftirspurn eftir lífrćnum vörum og vegan mat hefur aukist töluvert síđustu ár og bjóđa matvöruverslanir upp á sífellt meira úrval af matvöru sem fellur ţar undir. Verđlagseftirlitiđ gerđi ţví verđkönnun á vegan og lífrćnum vörum ţann 16. maí síđastliđinn í stćrstu heilsuvörubúđum landsins og stórmörkuđum.

Mikill verđmunur var á vörum í ýmsum vöruflokkum en sem dćmi var 76% verđmunur á möndlumjólk, 49% verđmunur á kókosolíu, 44% verđmunur á kjúklingabaunum og 45% verđmunur á Tortillum međ linsum.                                                             

Umrćđa um heilsu, umhverfi og dýravernd hefur aukist mikiđ í samfélaginu á síđustu árum. Fleiri og fleiri eru farnir ađ velja lífrćnar og/eđa vegan vörur vegna heilsu-, umhverfis-, og/eđa dýraverndunarsjónarmiđa og er grćnkerum (ţeir sem kjósa vegan lífstíl) alltaf ađ fjölga. Stórar matvöruverslanir eru ţví farnar ađ bregđast í auknum mćli viđ ţessum breytingum međ ţví ađ bjóđa upp á vörur sem ađ eru framleiddar međ ţessi sjónarmiđ í huga og ţarf almenningur ţví ekki lengur ađ fara í sérverslanir til ađ sćkja sér vörur sem ţessar. Vörulistinn í könnuninni er ekki tćmandi og mismunandi er hvađa vörumerki eru í bođi í hverri búđ. Könnunin er ţví ekki mćlikvarđi á heildarúrval búđanna ţó hún gefi einhverja vísbendingu.

49% verđmunur á kókosolíu og 44% verđmunur á kjúklingabaunum

Verđmunur á ţurrvörum og dósamat var mestur á ávaxtastykkjum frá vörumerkinu Nakd eđa 72%, ódýrust voru ţau í Víđi á 98 kr. stk en dýrust í Iceland á 169 kr. stykkiđ. Mikill verđmunur var á kjúklingabaunum í dós frá Biona Organic eđa 44% en ódýrustu dósina mátti finna í Krónunni á 209 kr. stk. en ţá dýrustu í Heilsuhorninu Blómavali á 302 krónur. Ţá var 440 króna eđa 49% verđmunur á 500 gr. krukku af kókosolíu frá Himneskri hollustu en en lćgsta verđiđ á henni var í Krónunni, 899 kr. en ţađ hćsta í Heilsuhorninu Blómavali, 1.399 kr.                                                                                                    Mikill verđmunur var á mat frá Móđur Náttúru eđa 45% á Tortillum međ linsum sem voru ódýrastar í Bónus á 895 kr. en dýrastar í Iceland á 1.299 kr. Ţá var 43% verđmunur á brokkolíbuffi frá sama fyrirtćki en lćgsta verđiđ var hjá Bónus, 698 kr. en ţađ hćsta í Iceland 1.299 kr. Mikiđ verđbil var á Vegan nöggum frá Halsans kök en lćgsta verđiđ var í Bónus, 498 kr. en ţađ hćsta í Iceland, 698 kr sem gerir 40% verđmun. Svipađa sögu var ađ segja um verđiđ á hummus frá Sóma en 39% verđmunur var á honum milli verslana, Bónus međ lćgsta verđiđ, 359 kr. en Iceland međ ţađ hćsta, 499 kr.

Allt ađ 76% verđmunur á möndlumjólk milli verslana

Margar tegundir af vegan mjólk eru í bođi í stórmörkuđum landsins en oft mátti sjá gríđarlegan verđmun á möndlu- og rísmjólk milli verslana. Mestur var verđmunurinn á Isola möndlumjólk eđa 76% en lćgsta verđiđ mátti finna í Fjarđarkaup, 358 kr. en ţađ hćsta í Heilsuhorninu Blómavali, 629 kr. Svipađur verđmunur eđa 73% var á Almond dream möndlumjólk, lćgsta verđiđ var í Bónus, 259 kr. en ţađ hćsta í Nóatúni 449 kr. Ţá var 61% verđmunur á Oatly haframjólk, ódýrust var hún í Bónus á 229 kr. en dýrust í Iceland, 369 krónur. Verđmunurinn var einnig mikill á lífrćnum gosdrykkjum en mestur var 80% verđmunur á Whole earth kolsýrđu vatni međ appelsínu og sítrónubragđi eđa 80%, lćgsta verđiđ var í Fjarđarkaupum, 193 en hćsta verđiđ var í Heilsuhorninu í Blómavali, 348 krónur.

Iceland oftast međ hćsta verđiđ en Fjarđarkaup oftast međ ţađ lćgsta

Vörurnar sem verđkönnunin náđi til voru 64 talsins og var Iceland var oftast međ hćsta verđiđ eđa í 23 tilfellum. Vöruúrvaliđ var minnst í Heilsuhorninu Blómavali en ţar fengust einungis 14 vörur en í nćr öllum tilvikum eđa 13 af 14 var vöruverđiđ hćst ţar. Ţar á eftir kom Nóatún međ hćsta verđiđ í 12 tilvikum. Fjarđarkaup var oftast međ lćgsta verđiđ eđa í 23 tilfellum, Bónus í 13 tilfellum og Krónan í 9 tilfellum.

Í könnuninni var skráđ niđur hilluverđ vöru eđa ţađ verđ sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búđinni ađ hann eigi ađ greiđa fyrir vöruna. Ţegar skýrt er gefiđ til kynna ađ veittur sé afsláttur af merktu verđi viđ kassa var skráđ afsláttarverđ. Til ađ auđvelda verđsamanburđ er skráđ mćlieiningaverđ vöru, ţar sem pakkastćrđir eru mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerđ á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Krónunni Lindum, Bónus Smáratorgi, Heilsuhúsinu Lágmúla, Nettó Mjódd, Hagkaup Garđabć, Víđi Skeifunni, Blómaval Skútuvogi, Nóatúni Austurveri, Fjarđarkaupum og Iceland Kópavogi.

Hér er ađeins um beinan verđsamanburđ ađ rćđa, en ekki er lagt mat á gćđi eđa ţjónustu söluađila.

Óheimilt er ađ vitna í könnunina í auglýsingum og viđ sölu nema međ heimild ASÍ.

 

 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré