Fara í efni

Litahlaupið eða „The Color Run“ eins og það er kallað út um allan heim – í fyrsta sinn á Íslandi

Þetta frábæra hlaup er fyrir alla fjölskylduna.
Svaka stuð
Svaka stuð

Þetta frábæra hlaup er fyrir alla fjölskylduna. Eins og kemur fram á vef mbl.is 

Hlaupið er ekki keppnishlaup, heldur er það einungis til að hafa gaman af. Þetta hlaup verður haldið á Íslandi í fyrsta sinn núna í sumar, nánar tiltekið 6. Júní.

Þegar hafa selst um 4.000 miðar en 6.000 miðar eru í boði. Hægt er að styrkja gott málefni um leið og þú hleypur.

Þeir sem ekki nenna að hlaupa geta skráð sig í að vera á kanntinum að úða litum yfir hlauparana.  Til að skrá sig sem litaúðara þá gerir þú það með því að senda tölvupóst á is­land@thecol­orr­un.com

f

Í litahlaupi er hlaupið í gegnum 5 kílómetra langa litapúðurssprengju, því á eins kílómetra fresti er hlaupið í gegnum svo kallaða litastöð þar sem má heyra tónlist og lit er úðað yfir hlauparana.

Það eru allir velkomnir, fólk með barnavagna og allur aldur, börn undir 8 ára aldri verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Litinum sem úðað er yfir hlaupara er skaðlaus. Hann er gerður úr kornsterkju eða maísenamjöli eins og við þekkjum það.

Það er nú samt mælt með að koma ekki í flottasta hlaupagallanum, heldur einhverju sem að þér væri sama ef skemmdist. En það er ekki hætta á því samt, því þetta litaduft þvæst vel úr öllum flíkum og hári.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Color Run á Íslandi HÉR.

Takið þátt og styðjið gott málefni í leiðinni. 

g