Fara í efni

Jólaball Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldið þann 3.janúar n.k

Jólaball Astma- og ofnæmisfélagsins verður haldið þann 3.janúar n.k

Annað ofnæmislausa jólaball Astma- og ofnæmisfélags Íslands verður haldið í húsnæði SÍBS, að Síðumúla 6 í Reykjavík, 3. janúar 2016 kl. 14-16.

Á jólaballinu skemmtir frábært hljómsveit skipuð félögum í SÍBS og jólasveinar mæta á svæðið, dansa í kringum jólatréð með börnunum og færa þeim flotta poka með skemmtilegu dóti í.

 

Einnig verður boðið upp á veitingar sem henta gestum jólaballsins.

Vinsamlegast skráið ykkur á jólaballið okkar með því að smella HÉR fyrir 28.desember og skrá ykkur með upplýsingum um fjölda barna og fullorðinna.

Einnig er gott að fá upplýsingar um það ofnæmi sem um ræðir. Systkini eru velkomin með á jólaballið en aðgangur er ókeypis. 

Með von um að sjá sem flesta,

Stjórn  Astma- og Ofnæmisfélags Íslands