Fara í efni

Hver hlaut Hvatningarverðlaun ÖBÍ í ár?

Síðdegis í dag, 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks mun ÖBÍ veita Hvatningarverðlaun sín í áttunda sinn.
Hvatningarverðlaun ÖBI
Hvatningarverðlaun ÖBI

Síðdegis í dag, 3. desember á alþjóðadegi fatlaðs fólks mun ÖBÍ veita Hvatningarverðlaun sín í áttunda sinn.

Megin tilgangur verðlaunanna er að varpa ljósi á þá sem hafa með jákvæðum hætti stuðlað að einu samfélagi fyrir alla.

Tilnefndir eru:

Í flokki einstaklinga

  • Ólafur Helgi Móberg, fyrir að láta ekki fordóma hindra sig í lífi og starfi.  
  • Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.
  • Snorri Már Snorrason, fyrir verkefnið „Þín hreyfing – þinn styrkur“.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

  • Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fyrir ritun bókarinnar „Litróf einhverfunnar“.
  • Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun.
  • Vin – athvarf, fyrir rekstur athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

  • Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.
  • Borgarleikhúsið, fyrir að opna heim leikhússins fyrir fötluðu fólki.
  • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, fyrir erindi sitt „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand?“.

Veitt eru verðlaun í þrem flokk­um, flokki ein­stak­linga, flokki fyr­ir­tækja/​stofn­anna og flokki um­fjall­ana/​kynn­inga.  

Ólaf­ur Ólafs­son, formaður íþrótta­fé­lags­ins Asp­ar, hlaut verðlaun­in í flokki ein­stak­linga fyr­ir að helga líf sitt íþrótt­um fatlaðs fólks.

Í flokki fy­ir­tækja og stofn­anna hlaut Há­skóli Íslands verðlaun­in, fyr­ir starfstengt diplóma­nám fyr­ir fólk með þroska­höml­un.

Arn­ar Helgi Lárus­son hlaut síðan verðlaun­in í flokki um­fjall­ana og kynn­inga fyr­ir frum­kvæði að átak­inu „Aðgengi skipt­ir máli“.

Vernd­ari verðlaun­anna er Hr. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands og af­henti hann verðlaunin, en þetta er í sjö­unda skipti sem þessi verðlaun eru veitt.

Hönnuður verðlauna er Þór­unn Árna­dótt­ir, vöru­hönnuður.