Fara í efni

Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar

Yfir 70 viðburðir af FRÍUM hugleiðslu uppákomum.
ÞÖGN, KYRRÐ og NÚIÐ
ÞÖGN, KYRRÐ og NÚIÐ

Hugleiðsluhátíðin Friðsæld í febrúar 2015 er nú haldin í annað sinn af útgáfunni Í boði náttúrunnar. Hátíðin samanstendur af yfir 70 fjölbreyttum og FRÍUM hugleiðslu uppákomum um allt land vikuna 8. til 14. febrúar 2015

HEFST Á HÓPHUGLEIÐSLU Í RÁÐHÚSINU SUNNUDAGINN 8 FEBRÚAR KL 11:00, OPIÐ ÖLLUM

ÞÖGN, KYRRÐ og NÚIÐ

Markmið hátíðarinnar er að vekja áhuga á hugleiðslu og mikilvægi þess að vera til staðar hér og nú! Friðsæld í febrúar er ætlað að vekja athygli á því að hugleiðsla er fyrir ALLA, ekki aðeins einhvern útvalinn hóp. Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum. Vikan er þó ekki einungis fyrir nýja hugleiðsluiðkendur heldur getur einnig nýst sem innblástur fyrir þá sem hafa áður iðkað hugleiðslu, til að gefa aðeins í eða prufa nýjar aðferðir.

Friðsæld í febrúar er árlegur viðburður þar sem athygli er beint að þeim ávinningi sem í kyrrðinni fellst og einnig í mættinum sem fylgir því að hugleiða í hóp. Með tíð og tíma viljum við að litið sé á iðkun hugleiðslu sem sjálfsagðan hlut enda ávinningur hennar margþættur.

UM LAND ALLT: Reykjavík, Garðabær, Hafnafjörður, Hveragerði, Selfoss, Hella, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Akureyri, Ólafsfjörður.

DÆMI UM VIÐBURÐI
Gong hugleiðsla,
Yoga nidra
Nútvitund,
Float á seltjarnanesi
Dans hugleiðsla
Zen hugleiðsla
Hugleiðsla í hádeginu alla daga

ALLIR VIÐBURÐIR ÓKEYPIS!

FREKARI UPPLYSINGAR Í SÍMA: 8674139 á ibn.is og Facebook: Friðsæld í febrúar