Fara í efni

Fyrsta íslenska konan ein yfir Ermarsundið

Nú í sumar ætla ég að synda ein yfir Ermarsundið, fyrst íslenskra kvenna. Ég er vön sjósundskona og byrjaði að stunda sjósund árið 2008.
Fyrsta íslenska konan ein yfir Ermarsundið

Nú í sumar ætla ég að synda ein yfir Ermarsundið, fyrst íslenskra kvenna.

Ég er vön sjósundskona og byrjaði að stunda sjósund árið 2008.

Ég var sjötta konan til að synda hið formlega Viðeyjarsund árið 2011 og eini Íslendingurinn til að synda boðsund yfir Ermarsundið tvisvar sinnum og það á tveimur árum.

Fyrir Ermarsundin var ég sæmd silfurmerki Sundsambands Íslands árið 2013 og hlaut sérstaka viðurkenningu sambandsins árið 2014.


Sundréttur minn yfir Ermarsundið er á tímabilinu 8. – 13. ágúst 2015. Það þýðir að lagt verður af stað frá ströndum Dover í Englandi yfir til Frakklands um leið og færi gefst, þ.e. þegar veður og sjólag er gott.

Stysta leiðin yfir Ermarsundið er um 34 kílómetrar en ætla má að sundið sjálft sé á bilinu 50-60 kílómetrar og taki um 12-15 klst. Einungis einn Íslendingur hefur náð að synda yfir Ermarsundið, það gerði Benedikt Hjartarson árið 2008.


Helstu sjósund sem ég hef þreytt á síðustu árum eru:
  • Fossvogssund
  • Skarfavarasund
  • Bessastaðasund
  • Ægisíðusund
  • Helgusund
  • Formlegt viðeyjarsund
  • Grímseyjarsund
  • Boðsund frá Ánanaustum upp á Akranes
  • Ermarsund – boðsundssveit 2013
  • Ermarsund – boðsundssveit 2014


Ég er fædd árið 1972 og menntaður þroskaþjálfi, útskrifaðist sem slíkur árið 2001. Ég starfa í Klettaskóla, er gift og á þrjú börn. 

Fyrir sjósundköppum er Ermarsundið það sem Everest er fjallgöngumönnum og reynir á bæði líkamlega og andlega. Þetta er kostnaðarsamt, greiða þarf m.a. fyrir bát, áhöfn, gistingu og flug fyrir sundmann og aðstoðarmenn hans.

Ég vona að þú sjáir þér fært að styrkja mig við þetta afrek að synda ein yfir Ermarsundið. 

Ég er með bankareikning sem hægt er að leggja inn á: 0303-26-7207 kt. 030772-5719
 
Facebook síða verkefnissins er HÉR. Þar verður hægt að fylgjast með sundinu í sumar.

Bestu kveðjur,

Sigrún Þ. Geirsdóttir