Fara í efni

Dýrustu kirsuber í heimi – Þau eru súr…

…sagði refurinn.
Dýrustu kirsuber í heimi – Þau eru súr…

…sagði refurinn.

Eða, hvernig maður græðir alveg svaðalegan helling á því að selja þurrkuð kirsuber á 130.000 kílóið.

Stuttan tíma á hverju ári fást alveg dásamlega góð kirsuber úti í búð. Stór, dökkvínrauð, sæt og yndisleg. Vaktmennirnir hérna elska þau og stór skál hverfur oftast á augabragði.

En það eru líka til súr kirsuber. Þó ótrúlegt megi virðast er framleitt ógrynni af þeim í heiminum, margfalt meira en af góðu berjunum. Það er vegna þess að kirsuberjabragðið er þétt í þeim og kemur dásamlega fram ef bætt er sykri við.  Þessi súru ber eru því notuð í alls konar sultur og sósur, pæ, tertur, krem og drykki. 

Ein tegund þeirra er kennd við héraðið Montmorency í Frakklandi, þaðan sem þau eru talin upprunnin. Þau eru lítil og oftast ljós á lit. Án viðbætts sykurs eru þau ekki sérlega góð til átu skilst mér. Þessi ber eru mjög mikið ræktuð í bandaríkjunum, Kanada og Frakklandi. Bara í Michigan ríki eru framleidd 90 þúsund tonn árlega enda elska ameríkanar kirsuberjabragðið. Hver þekkir ekki Cherry Cola sem dvalið hefur þar vestra?

Montmorency Kirsuber eru mjög ódýrt hráefni í magninnkaupum, hvort sem er sem þurrkuð ber, möluð í duft eða sem þykkni til að nota t.d. í drykki.

Dýrari þurrkuð kirsuber er varla hægt að finna. Mynd úr íslensku apóteki. 

Þar sem afar auðvelt og ódýrt er að nálgast hráefnið, hefur fæðubótarmarkaðurinn tekið sérstöku ástfóstri við þetta efni og auglýst það sem undrameðal við nánast hverju sem er (…og bjúg). Ef maður slær inn nafninu í vefleitarvél þá koma upp þúsundir auglýsingavefja af öllu tagi, þar sem seld er einhvers konar vara úr þessu hráefni eða útmáluð alls konar heilsubætandi áhrif og alls konar fullyrðingar um ástæður þeirra.

Tilefni þessa pistils var eins og oft áður tilviljun. Vaktmeistarinn stóð og beið eftir afgreiðslu í þekktri lyfjabúð í Reykjavík og rak þá augun í dollu sem merkt var þessari ágætu matvöru.  

Hann gat ekki á sér setið að taka glasið og spyrja kornunga afgreiðsludömuna hvað þessu væri ætlað að lækna. Hún svaraði glaðhlakkalega að þetta minnkaði sykurlöngunina.  Ekki kom það nú neins staðar fram á dollunni eða hilunni.

Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda, fengið af vitleysuvakt.in