Fara í efni

Barnaspítalinn opnar glænýjan vef

Á Barnaspítala Hringsins og Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga frá fæðingu til 18 ára aldurs. BUGL er hluti af þjónustu Barnaspítalans.
Barnaspítalinn opnar glænýjan vef

HVERNIG STARFAR BARNASPÍTALINN?

Á Barnaspítala Hringsins og Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) er veitt sérhæfð heilbrigðisþjónusta fyrir börn og unglinga frá fæðingu til 18 ára aldurs. BUGL er hluti af þjónustu Barnaspítalans.

DEILDIR

Á Barnaspítalanum eru fjölmargar deildir sérhæfðar fyrir börn. Þær eru: bráðamóttaka barna, barnadeild, dagdeild, göngudeildir, legudeild BUGL, Rjóður og vökudeild.

TEYMI

Teymi sérfræðinga með sérhæfingu á mismunandi sviðum fylgja börnum eftir og sjá til þess að þau fái frábæra þjónustu þar sem gildi Landspítala um umhyggju, fagmennsku, öryggi og framþróun eru höfð að leiðarljósi.

ÞJÓNUSTA

Margs konar þjónusta er á Barnaspítalanum, t.d. leikstofa, grunnskóli, sálfræðiþjónusta, veitingastofa Hringsins o.fl.

Skoðið nýju síðu Barnaspítalans HÉR