Fara í efni

Á níunda þúsund hafa tekið afstöðu til líffæragjafar

Í október 2014 var opnað vefsvæði þar sem almenningur getur tjáð vilja sinn til líffæragjafar.
Ert þú líffæragjafi?
Ert þú líffæragjafi?

Í október 2014 var opnað vefsvæði þar sem almenningur getur tjáð vilja sinn til líffæragjafar.

Við skráningu á vefnum getur fólk valið einn af eftirfarandi valkostum:

  • Líffæragjöf sem nær til allra líffæra.
  • Líffæragjöf sem takmarkast við ákveðin líffæri
  • Að heimila ekki líffæragjöf

Í byrjun árs 2015 höfðu 8573 einstaklingar tekið afstöðu til líffæragjafar og af þeim sem taka afstöðu vilja um 99% gefa líffæri við andlát. Líklegt er að þeir sem hafa jákvæða afstöðu til líffæragjafar skrái frekar vilja sinn í rafrænan grunn.

Tæplega 70% þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar eru konur. Skýringin á kynjamun kann að vera sú staðreynd að konur leita mun meira en karlar inn á vefi sem tengjast heilsu. Vitað er að ekki er teljandi munur á afstöðu kynjanna til líffæragjafar. Því má búast við að þessi munur felist að einhverju leyti í því sem nefnt er hér að framan.

Fjölmennasti hópurinn sem hefur tekið afstöðu til líffæragjafar er fólk á aldrinum 20–50 ára.

Hér á vefnum er hægt að skrá afstöðu sína til líffæragjafar en þar er einnig hægt að finna margvíslegar upplýsingar sem tengjast líffæragjöf ásamt algengum spurningum og svörum.

Til að lýsa afstöðu sinni þarf aðeins að smella á reit sem sjá má hér fyrir neðan, auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli (sjá island.is) og merkja svo við einn af valkostunum sem í boði eru.

Það er alltaf hægt að breyta vali sínu á þessu sama vefsvæði, ef skipt er um skoðun seinna meir.

Embætti landlæknis hvetur alla til að skrá afstöðu sína til líffæragjafar, hvort sem það heimilar líffæragjöf eða ekki.

Jórlaug Heimisdóttir
verkefnisstjóri

Heimild: landlaeknir.is