Breyting á lögum um brottnám líffæra tekur gildi 1. janúar 2019

Þann 6. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991.

Breytingin er á þann veg að allir þegnar verða sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf.

Embætti landlæknis fagnar þessari lagabreytingu og er Ísland þar með að stíga sama skref og allflestar aðrar þjóðir í Evrópu sem byggja löggjöf sína um líffæragjafir á ætluðu samþykki.

Samtímis breyttri löggjöf er mikilvægt að auðvelda þeim sem þess óska að skrá vilja sinn á einfaldan hátt í rafrænan miðlægan gagnagrunn Heilsuveru Opnast í nýjum glugga undir Mínar síður.

Embætti landlæknis mun vinna að breytingum á vefsvæði Heilsuveru Opnast í nýjum gluggaog verða þær breytingar kynntar frekar áður en lögin taka gildi 1. janúar 2019.

 

 

 


Athugasemdir

Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré