Af heilsu karla og kvenna

Alţjóđaheilbrigđismálastofnunin, WHO, hefur vakiđ athygli á mismun á heilsu og ţörfum kynja (e. gender sensitive health).

Ţannig er nú viđurkennt ađ heilsufarsvandamál karla og kvenna eru ađ hluta mismunandi og ađ sértćk nálgun geti bćtt heilbrigđi. Ástćđurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegđun og ímynd. Taliđ er brýnt ađ rannsaka og ţróa ţekkinguna frekar ţannig ađ heilbrigđisţjónustan geti brugđist viđ međ sértćkari hćtti en nú er.

Heilsa kvenna

Nýveriđ tilkynnti velferđarráđuneytiđ ađ ţađ hefđi faliđ Ţróunarmiđstöđ heilsugćslunnar ađ útfćra tilraunaverkefni um sérstaka heilsumóttöku fyrir konur. Fram kemur í tilkynningunni ađ ţar verđi sinnt sértćkum heilbrigđisvandamálum kvenna auk ráđgjafar, ţar á međal til kvenna sem eru í viđkvćmri stöđu. Skilja má ađ ljósmćđur verđi lykilađilar í ţessari móttöku en vitađ er ađ slík starfsemi hefur gefist vel víđa erlendis.

Fjölmargar áskornir eru framundan í heilbrigđisţjónustunni og ţarf ađ bregđast viđ međ víđtćkum og fjölbreyttum ađgerđum. Ein ţeirra er ađ leita sífellt nýrra leiđa í veitingu ţjónustu og önnur er svokölluđ tilfćrsla eđa útvíkkun starfa (e. task shift) ţar sem kraftar og ţekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritađri virđist ţetta verkefni snúast um ţetta tvennt og er ekkert nema gott um ţađ ađ segja. Viđ verđum ađ hafa vilja og ţor til ađ prófa nýjar leiđir viđ veitingu heilbrigđisţjónustu.

Líklegt er ađ sóknarfćri séu í tilfćrslu og útvíkkun starfa og ađ slíkt geti aukiđ skilvirkni ţjónustu. Ţar ţurfa allar starfsstéttir ađ hafa opinn hug. Hins vegar er mikilvćgt ađ víđtćk umrćđa fari fram viđ ţćr starfsstéttir er mál varđa hverju sinni. Einungis ţannig nćst sú sátt sem nauđsynleg er til ađ verkefni ţróist á sem farsćlastan hátt, skjólstćđingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Ţróunarmiđstöđ heilsugćslunnar er vel treystandi til ađ útfćra ţetta verkefni sem augljóslega ţarf ađ verđa í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmćđra, heilsugćslulćkna og kvensjúkdómalćkna.

Heilsa karla

Ţađ er ekki síđur mikilvćgt ađ huga sérstaklega ađ heilsu karla. Alţjóđaheilbrigđismálastofnunin vakti nýveriđ athygli á sértćkum heilbrigđisvandamálum karla međ birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Ţekkt er ađ karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverđur víđa um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öđrum löndum og hefur heldur dregiđ saman međ kynjunum.

Margir mćlikvarđar sem lagđir eru á heilsu eru verri hjá körlum en konum og tíđni margra sjúkdóma er hćrri hjá ţeim, en fyrir ţví liggja margar orsakir. Almennt séđ reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borđa óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegđun, eru líklegri til ađ fremja sjálfsvíg og verđa oftar fyrir slysum. Ţá búa ţeir viđ meiri tilfinningalega einangrun og geđrćn vandamál ţeirra greinast síđur. Auk ţess hafa ţeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og ţvagfćrum sem oft eru flókin.

Einnig er ţekkt ađ karlar leita síđur eftir heilbrigđisţjónustu en konur og á ţađ einnig viđ um sálfélagslegan stuđning. Okkur skortir meiri ţekkingu á ţörfum karla og hvernig hćgt vćri ađ ná betur til ţeirra. Ţví má spyrja sig samtímis ţví sem hugađ er ađ sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til ađ ţróa mótsvarandi ţjónustu fyrir karla. Ţađ gćti sömuleiđis veriđ verđugt verkefni fyrir Ţróunarmiđstöđ heilsugćslunnar ađ huga ađ ţví og er ţessi pistill birtur til umhugsunar.

Alma D. Möller
landlćknir


Skýrslur WHO um mismunandi heilsu og stöđu karla og kvenna:

The health and well-being of men in the WHO European Region: better health through a gender approach (2018) Opnast í nýjum glugga  

Strategy on women’s health and well-being in the WHO European Region (2016) 

 

 

Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré